11.03.2010 21:45
Dagur í lífi bóndans.
Þar sem hluti trölltryggra lesenda minna tilheyrir "malbiksliðinu" gætu þeir haldið að sveitalífið gangi út á það, að þessir bændaskarfar liggi á meltunni á milli þess sem þeir liggja í tölvunni.
Kíkji í fjósið einstaka sinnum til að ýta á einhverja takka í lyklaborði.
Sá hluti trölltryggra lesenda minna sem tilheyrir "dreifbýlispakkinu" veit hinsvegar að það er botnlaus þrældómurinn sem heldur sveitunum og trúlega skerinu öllu gangandi nú á þessum síðustu verstu. Eða ég vona það..
Meira að segja krataliðið hefur ríkan skilning á því að rétt sé að stokka upp allt landbúnaðarkerfið til að gera þetta lífvænlegra fyrir hokrarana sem eru bundnir í " átthagafjötrunum" á lúsalaununum sínum.. Og þeir vita nú um hvað málið snýst í sveitinni. Eða þannig.
Dalsmynnisbændur voru mættir í fjósið kl.hálf sjö í morgun fullir af starfsorku.

Meðan sá eldri sér um mjaltir í 12 kúa mjaltabásnum fer sá yngri um með fjósaskófluna kemur kúnum í biðplássið, hreinsar básana o.sv. frv. Hann kemur síðan í mjaltirnar milli þess sem kálfum er gefið, farið yfir stöðuna í fóðurganginum og kjarnfóðurbásnum.
Morgunverkunum lýkur með því að fé og geldneytum í gamla fjósinu er gefin morgungjöfin en sá hluti fjárins sem gengur í flatgryfju er með sjálffóðrun sem sett er í rúlla u.þ.b. tvisvar í viku.

Nú er rólegt í fjósinu,engar nýbærur og engin í lyfjameðferð svo morgunverkunum er lokið um kl. 9.
Þá tekur við heilög stund hjá gamla bóndanum við fréttalestur á netinu, þar sem kaffibollinn er ómissandi hjálpargagn.
Nágranninn mætti svo í kaffi um hálf tíu og síðan var farið beint niður í byggskemmu að bagga hálm en ekki hefur gefið fyrir það þessa vikuna.
Það liggur fyrir að afgreiða tvær stórar pantanir, aðra á morgun en hina um helgina.

Sem betur fer gat ég aðeins verið til hádegis því sveitarstjórnin mætti á fund niður í Laugargerði kl. eitt.
Þar var gengið um húsnæði og leikvöll og reynt að forgangsraða viðhaldsverkefnum þessa árs en nú er rekstur skólans alfarið í höndum Eyja og Miklaholtshrepps.
Þegar verður búið að setja verðmiða á það sem við settum efst á listann verður haldinn annar fundur og reynt að púsla framkvæmdunum við fjárhagsáætlunina.
Það smellpassaði að böggun hálms og fundi lauk á sama tíma um hálf fjögur, svo ég gat aðstoðað við að vigta út bygg fyrir Dalsmynnisbúið á leiðinni heim.
Sem betur fer hafði Kolviðarnesbóndann vantað bygg síðan við sóttum síðast, svo það var til nóg valsað handa okkur í sekkjunarsílóinu.

Hér er það að vísu hreppstjórinn á Þverá að sekkja við annað tilefni.
Það passaði síðan að bæta á sig síðasta kaffibolla dagsins og renna yfir netfréttirnar áður en seinni umferð gegningavinnunnar hófst. Nú er tekin öfug röð, byrjað á að gefa í gamla fjósinu og síðan mjólkað og lokið öðrum fjósverkum. Þeim er oftast lokið um sjöleytið.
Þetta var nú ekki alveg hefðbundinn dagur enda er nú ekki tilbreytingarleysið sem háir manni í sveitinni.
Kíkji í fjósið einstaka sinnum til að ýta á einhverja takka í lyklaborði.
Sá hluti trölltryggra lesenda minna sem tilheyrir "dreifbýlispakkinu" veit hinsvegar að það er botnlaus þrældómurinn sem heldur sveitunum og trúlega skerinu öllu gangandi nú á þessum síðustu verstu. Eða ég vona það..
Meira að segja krataliðið hefur ríkan skilning á því að rétt sé að stokka upp allt landbúnaðarkerfið til að gera þetta lífvænlegra fyrir hokrarana sem eru bundnir í " átthagafjötrunum" á lúsalaununum sínum.. Og þeir vita nú um hvað málið snýst í sveitinni. Eða þannig.
Dalsmynnisbændur voru mættir í fjósið kl.hálf sjö í morgun fullir af starfsorku.

Meðan sá eldri sér um mjaltir í 12 kúa mjaltabásnum fer sá yngri um með fjósaskófluna kemur kúnum í biðplássið, hreinsar básana o.sv. frv. Hann kemur síðan í mjaltirnar milli þess sem kálfum er gefið, farið yfir stöðuna í fóðurganginum og kjarnfóðurbásnum.
Morgunverkunum lýkur með því að fé og geldneytum í gamla fjósinu er gefin morgungjöfin en sá hluti fjárins sem gengur í flatgryfju er með sjálffóðrun sem sett er í rúlla u.þ.b. tvisvar í viku.

Nú er rólegt í fjósinu,engar nýbærur og engin í lyfjameðferð svo morgunverkunum er lokið um kl. 9.
Þá tekur við heilög stund hjá gamla bóndanum við fréttalestur á netinu, þar sem kaffibollinn er ómissandi hjálpargagn.
Nágranninn mætti svo í kaffi um hálf tíu og síðan var farið beint niður í byggskemmu að bagga hálm en ekki hefur gefið fyrir það þessa vikuna.
Það liggur fyrir að afgreiða tvær stórar pantanir, aðra á morgun en hina um helgina.

Sem betur fer gat ég aðeins verið til hádegis því sveitarstjórnin mætti á fund niður í Laugargerði kl. eitt.
Þar var gengið um húsnæði og leikvöll og reynt að forgangsraða viðhaldsverkefnum þessa árs en nú er rekstur skólans alfarið í höndum Eyja og Miklaholtshrepps.
Þegar verður búið að setja verðmiða á það sem við settum efst á listann verður haldinn annar fundur og reynt að púsla framkvæmdunum við fjárhagsáætlunina.
Það smellpassaði að böggun hálms og fundi lauk á sama tíma um hálf fjögur, svo ég gat aðstoðað við að vigta út bygg fyrir Dalsmynnisbúið á leiðinni heim.
Sem betur fer hafði Kolviðarnesbóndann vantað bygg síðan við sóttum síðast, svo það var til nóg valsað handa okkur í sekkjunarsílóinu.

Hér er það að vísu hreppstjórinn á Þverá að sekkja við annað tilefni.
Það passaði síðan að bæta á sig síðasta kaffibolla dagsins og renna yfir netfréttirnar áður en seinni umferð gegningavinnunnar hófst. Nú er tekin öfug röð, byrjað á að gefa í gamla fjósinu og síðan mjólkað og lokið öðrum fjósverkum. Þeim er oftast lokið um sjöleytið.
Þetta var nú ekki alveg hefðbundinn dagur enda er nú ekki tilbreytingarleysið sem háir manni í sveitinni.

Skrifað af svanur