14.02.2010 21:37

Þorrinn blótaður á Barðaströndinni.

Það var haldið yfir á Barðaströndina í gær til að blóta þorrann að hætti jaxlanna þar.

Það var aukaferð með Baldri, sniðin að blótinu enda var dallurinn bundinn við bryggju og áhöfnin
skellti sér á skrall.



 Þetta var algjörlega frábært og eftir að hafa mætt þarna á 2 blót veit ég allt um bændurna þarna sem ég þarf að vita. Hugsanlega talsvert meira.


                             Brjánslækjarsystrum þótti ekki mjög leiðinlegt.

 Og salurinn lá emjandi af hlátri þegar skemmtinefndinni tókst sem best upp en nefndarstörfunum er skipt niður á sveitungana þannig að fólk lendir í þessu með fjögurra ára millibili.


 Ekki slæmt að hafa þennan beint fyrir framan sig, Honum var ekki skilað og gott að eiga hann þarna um nóttina.

 Þeir eru verkhyggnir búrarnir vestra og þarna voru þorrabakkarnir á borðunum og nefndarmenn og konur sáu um að bæta á eftir þörfum.



 Bæjarstjórahjónin í Vesturbyggð sem eru gamlir félagar úr sleppitúrum mættu að sjálfsögðu í sveitina og skemmtu sér vel.



 Þeir Einar í Fremri-Gufudal og Ásgeir á  Innri-Múla eyða 50 - 60 dögum í smalamennskur á haustum. Hér eru þeir örugglega að ræða þær eða monta sig yfir hundunum sínum.

 Nú eða velta fyrir sér ruglinu kringum smölunina á Tálknanum.

Já, maður lifir á þessu næstu vikurnar.emoticon

Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere