10.01.2010 11:52

Folaldasýning og " Dalsmynnisræktunin."

 Það voru skráð 78 folöld til leiks á folaldasýningunni í Söðulsholti gær, svo til öll af Nesinu.

 Fyrir minn smekk er þetta of mikill fjöldi bæði fyrir áhorfendur og dómara, þó aðstaðan í Söðulsholti sé afbragðsgóð fyrir svona sýningu.

 Þarna var hvert folaldið öðru flottara og dómararnir ekki öfundverðir af hlutverki sínu en langflest folöldin voru að fá um 65 stig eða meira.

 Dæmt var eitt folald í einu og þó skiptingarnar gengju hratt fyrir sig tók þetta óneitanlega talsverðan tíma.

 Þar sem ég er búinn að selja helminginn af folaldsframleiðslunni, mætti ég aðeins með hann Dökkva minn til leiks.

 Hann er undan Von frá Söðulsholti, sem er komin í beinan kvenlegg frá henni Perlu eldri frá Dalsmynni. Það var vígaleg reiðhryssa og síðar stóðmeri karls föður míns, undan Glófaxa frá Stykkishólmi.

 Undan Perlu var aðalreiðhesturinn minn til margra ára, Stígandi. Hann var mikill trukkur, fangreistur, flugrúmur á brokki og tölti og harðviljugur. Blessuð sé minning hans.





 Dökkvi átti  góðan dag í höllinni og kom eiganda sínum nokkuð á óvart þegar hann vann folaflokkinn og var síðan kosinn folald dagsins af áhorfendum.

 Dökkvi er undan afrekshestinum Eldjárn fráTjaldhólum.

 Þarna mættu svo til leiks fyrstu folöldin undan Funa frá Dalsmynni en hann er sammæðra Dökkva.



 Hér er nafni minn hann Svanur Funason frá Minni Borg.



                        Og   Frami Funason frá Minni Borg.

Kannski að gamla merin mín hefði átt að vera tekin í folaldseignir fyrr?emoticon

Flettingar í dag: 305
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 712645
Samtals gestir: 60893
Tölur uppfærðar: 21.1.2025 16:45:42
clockhere