04.01.2010 23:36
Úr jólagírnum í gönguferð- myndir.
Það er alltaf erfitt að koma sér í gírinn eftir hóglífi jólanna.
Þeim var slúttað í gær með Reykjavíkurferð þar sem kíkt var á 3 útsölur, borðaður síðasti veislumatur jólanna hjá tengdó og síðan var endað í Háskólabíó þar sem Tenórarnir þrír, ásamt fjölmörgum öðrum listamönnum buðu upp á menningarveislu í hæstu hæðum.

Svona var útsýnið af hlaðinu í Dalsmynni þegar lagt var af stað í bæinn um tólfleitið í gær.

Hér eyddi móðir mín mörgum næturstundum um miðja síðustu öld. Það hefur trúlega verið kærkomin tilbreyting fyrir hana frá daglegu baráttunni.

Hér er það tengdadóttir hennar sem er að byrja á stórfelldri nytjaskógrækt og eflaust má segja um þetta ungviði hér að mjór er mikils vísir.

Um svipað leiti og mamma plantaði í Hlíðartúnsbrekkunni var hér byggð, trúlega ein af dýrari heimilisrafstöðvum á landinu. Hún virkaði samt aldrei eins og vonir stóðu til.

Það fer lítið fyrir Núpánni en mikið fyrir frábæru veðrinu sem hefur verið til mikillar fyrirmyndar
síðan fyrir jól.
Þar sem þetta blogg er að þróast mjög undarlega, er trúlega ráðlegast að stoppa hér.
Þeim var slúttað í gær með Reykjavíkurferð þar sem kíkt var á 3 útsölur, borðaður síðasti veislumatur jólanna hjá tengdó og síðan var endað í Háskólabíó þar sem Tenórarnir þrír, ásamt fjölmörgum öðrum listamönnum buðu upp á menningarveislu í hæstu hæðum.
Svona var útsýnið af hlaðinu í Dalsmynni þegar lagt var af stað í bæinn um tólfleitið í gær.
Hér eyddi móðir mín mörgum næturstundum um miðja síðustu öld. Það hefur trúlega verið kærkomin tilbreyting fyrir hana frá daglegu baráttunni.
Hér er það tengdadóttir hennar sem er að byrja á stórfelldri nytjaskógrækt og eflaust má segja um þetta ungviði hér að mjór er mikils vísir.
Um svipað leiti og mamma plantaði í Hlíðartúnsbrekkunni var hér byggð, trúlega ein af dýrari heimilisrafstöðvum á landinu. Hún virkaði samt aldrei eins og vonir stóðu til.
Það fer lítið fyrir Núpánni en mikið fyrir frábæru veðrinu sem hefur verið til mikillar fyrirmyndar
síðan fyrir jól.
Þar sem þetta blogg er að þróast mjög undarlega, er trúlega ráðlegast að stoppa hér.

Skrifað af svanur