03.01.2010 09:58

Hin árlega icekrosskeppni.

 Á meðan að hinn háttvirti forseti lýðveldisins lá undir feldi og íhugaði icesavið, hvar hann mun aldrei geta annað en komist að einhverri vondri niðurstöðu, var æsispennandi ískrosskeppni háð á Dalsmynnistjörninni.



 Hér er húsfreyjan í Hrossholti sem setti nú ekkert met í sínum hring.



 Húsbóndinn í Hrossholti  var á öllu betri tíma sem kom honum á pall.



 En Halla Sif var kannski ekki í alveg rétta keppnisskapinu til að taka þetta.



 Eftir því sem ég komst næst var húsfreyjan á efri bænum í öðru sæti, kannski fengið aukastig út á fótaburðinn.



 Það var svo yngri bóndinn sem tók þetta á 24 sek. sléttum. Píla litla er að hvetja hann áfram og Kolbrún Katla var hin ánægðasta með daginn.



Sem vonlegt var.



 Hún tók svo aukahring til að kynnast þessu frá báðum hliðum.



 Halla Sif útskýrir fyrir Aroni Sölva hvað bíður hans næsta ár.



 Svo var sigurhringurinn farinn með miklum tilþrifum en samt staðist  freistingin að missa sleðann í heitavatnsvökina.

Já ískrossinu lokið en trúlega endalausar skelfingar eftir í ákvörðun Bessastaðabóndans.emoticon


 

Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere