22.12.2009 23:52
Bráðum kemur betri tíð með !!!!!
Þegar daginn tekur að lengja hefur árið náð botninum hjá mér og þá fer að léttast á mér brúnin.
Þessi árhringur með endalausum, margbreytilegum útfærslum í lífsbaráttunni er misjafnlega skemmtilegur en þegar er bjart allan sólarhringinn, þá er minn tími kominn.

Ekki svo langt í að þessi fiðurfénaður eða afkomendurnir mæti á tjörnina hjá mér.

Og einu sinni leit Funi minn svona út. Kannski eignast hann hálfsystur eða bróður í vor ef guð lofar .

Hér hefur einhverntímann gengið mikið á í jarðsögunni en refagrenin 4 sem vitað er um á þessu svæði hafa ekki verið í ábúð í minni grenjavinnslutíð.

Hér hafa líka einhverntímann verið umbrot hjá móður náttúru og ekki hægt að kvarta undan útsýninu þegar hér er legið á greni sem er vinsælt til búsetu. Það er alltaf gaman að horfa yfir (niður) á Austurbakkann þó útsýnið sé nú margfalt skemmtilegra af honum þegar Vesturbakkinn blasir við..

Og svona lítur Hesturinn út í vetrarhárunum, Skógarstrandamegin.

Já, dálítið erfitt fyrir sólin að skína á okkur þessar vikurnar en bráðum kemur betri tíð með blóm í haga.
Svo er bara að hlusta og/eða horfa ekki á fréttirnar og leiða svartnættisbloggarana hjá sér eitthvað fram á nýja árið.
Þessi árhringur með endalausum, margbreytilegum útfærslum í lífsbaráttunni er misjafnlega skemmtilegur en þegar er bjart allan sólarhringinn, þá er minn tími kominn.

Ekki svo langt í að þessi fiðurfénaður eða afkomendurnir mæti á tjörnina hjá mér.

Og einu sinni leit Funi minn svona út. Kannski eignast hann hálfsystur eða bróður í vor ef guð lofar .

Hér hefur einhverntímann gengið mikið á í jarðsögunni en refagrenin 4 sem vitað er um á þessu svæði hafa ekki verið í ábúð í minni grenjavinnslutíð.

Hér hafa líka einhverntímann verið umbrot hjá móður náttúru og ekki hægt að kvarta undan útsýninu þegar hér er legið á greni sem er vinsælt til búsetu. Það er alltaf gaman að horfa yfir (niður) á Austurbakkann þó útsýnið sé nú margfalt skemmtilegra af honum þegar Vesturbakkinn blasir við..

Og svona lítur Hesturinn út í vetrarhárunum, Skógarstrandamegin.

Já, dálítið erfitt fyrir sólin að skína á okkur þessar vikurnar en bráðum kemur betri tíð með blóm í haga.
Svo er bara að hlusta og/eða horfa ekki á fréttirnar og leiða svartnættisbloggarana hjá sér eitthvað fram á nýja árið.

Skrifað af svanur