16.11.2009 08:30
Sunnanvert Snæfellsnes og grunnskólinn.
Laugargerðis og Lýsuhólsskóli hafa sinnt grunnskólaþjónustunni á sunnanverðu nesinu af mikilli alúð í árabil. Nú eru hinsvegar blikur á lofti í þeim málaflokki þar, eins og víðar.
Línuritið fyrir nemendafjöldann er á niðurleið í augnablikinu og rekstrarstaða sveitarfélaganna krefst lækkunar á kostnaðarliðum þó að þó sú krafa sé missterk eftir sveitarfélögum.
Eyja og Miklaholtshreppur og Kolbeinstaðarhreppur, nú Borgarbyggð hafa rekið Laugargerði samkvæmt helmingaskiftareglu í talsverðan tíma en nú stefnir í breytingar á því.
Formlegar viðræður um samstarfið eru að hefjast og skal engu spáð um niðurstöðu þeirra.
Þó er ljóst að breytingar munu verða í framhaldinu, í versta falli dregur Borgarbyggð sig útúr samstarfinu. Í besta falli mun rekstrarformið breytast án þess að nemendur verði þess beint varir en uppstokkun á rekstrinum mun bæði koma við starfsmenn skólans og rekstur Eyja og Miklaholtshrepps.
Hvernig sem þessar viðræður fara, er nokkuð ljóst að enginn bilbugur er á sveitamönnunum að reka skóla áfram enda aldir upp við það að vandamálin séu til að leysa þau.

Breiðablik er nokkuð miðsvæðis á nesinu og kannski verður á einhverjum tímapunkti skoðað að kenna hér.
Vegalengdirnar í næstu þéttbýlisskóla eru einfaldlega þær, af nánast öllu sunnanverðu nesinu að akstur með nemendur þangað er vond lausn.
Að leggja upp með að aka börnum allt uppí 60- 70 km. vegalengd með tilheyrandi stoppum og akstri um misjafna hliðarvegi fimm daga í viku ætti að vaxa öllum í augum. Líka foreldrunum í þéttbýlinu sem krefjast þess að dreifbýlisskólarnir leggist af svo hægt sé að setja peninginn í þéttbýlisskólana.
Ekki er ólíklegt að innan nokkurra ára verði farið að skoða heildarlausn grunnskólans á sunnanverðu Snæfellsnesi með hagmuni nemenda leiðarljósi.
Þeir hagsmunir geta hugsanlega slegið aðeins á hreppamörkin sem eru nú í rauninni aðeins strik á korti og auðvitað í talsverðri útrýmingarhættu.
Línuritið fyrir nemendafjöldann er á niðurleið í augnablikinu og rekstrarstaða sveitarfélaganna krefst lækkunar á kostnaðarliðum þó að þó sú krafa sé missterk eftir sveitarfélögum.
Eyja og Miklaholtshreppur og Kolbeinstaðarhreppur, nú Borgarbyggð hafa rekið Laugargerði samkvæmt helmingaskiftareglu í talsverðan tíma en nú stefnir í breytingar á því.
Formlegar viðræður um samstarfið eru að hefjast og skal engu spáð um niðurstöðu þeirra.
Þó er ljóst að breytingar munu verða í framhaldinu, í versta falli dregur Borgarbyggð sig útúr samstarfinu. Í besta falli mun rekstrarformið breytast án þess að nemendur verði þess beint varir en uppstokkun á rekstrinum mun bæði koma við starfsmenn skólans og rekstur Eyja og Miklaholtshrepps.
Hvernig sem þessar viðræður fara, er nokkuð ljóst að enginn bilbugur er á sveitamönnunum að reka skóla áfram enda aldir upp við það að vandamálin séu til að leysa þau.

Breiðablik er nokkuð miðsvæðis á nesinu og kannski verður á einhverjum tímapunkti skoðað að kenna hér.
Vegalengdirnar í næstu þéttbýlisskóla eru einfaldlega þær, af nánast öllu sunnanverðu nesinu að akstur með nemendur þangað er vond lausn.
Að leggja upp með að aka börnum allt uppí 60- 70 km. vegalengd með tilheyrandi stoppum og akstri um misjafna hliðarvegi fimm daga í viku ætti að vaxa öllum í augum. Líka foreldrunum í þéttbýlinu sem krefjast þess að dreifbýlisskólarnir leggist af svo hægt sé að setja peninginn í þéttbýlisskólana.
Ekki er ólíklegt að innan nokkurra ára verði farið að skoða heildarlausn grunnskólans á sunnanverðu Snæfellsnesi með hagmuni nemenda leiðarljósi.
Þeir hagsmunir geta hugsanlega slegið aðeins á hreppamörkin sem eru nú í rauninni aðeins strik á korti og auðvitað í talsverðri útrýmingarhættu.

Skrifað af svanur