13.11.2009 23:58

Vegir sauðkindarinnar eru órannsakanlegir.

 Rétt eins og vegir útrásarvíkinga og kúlulánaaðalsins eru illrekjanlegir um myrkviði fjármálaheimsins eru vegir sauðkindarinnar yfir sumarmánuðina torraktir.

   Nokkru eftir lokahreinsun sauðfjár í Hafursfellinu vestanverðu sáust tvær hvítar kindur komnar í Skálina.

 Þær héldu sig efst í hlíðinni eða neðst í klettunum  og voru ekki árennilegar fyrir gamalreyndan smalann sem er löngu hættur að hafa ( mjög)  gaman af  tvísýnu rugli og erfiðum ævintýrum.

 Siggi á Minni  Borg var því settur í að fylgjast með því hvenær þær kæmu svo neðarlega í hlíðina að hægt væri að drattast þarna inneftir með nokkru öryggi til  að ná þeim.

 Færið gafst svo í dag og þarna reyndust tvö lömb á ferðinni.



 Lömbin  voru langt að komin af sitt hvorum bænum niður í Hraunhrepp, Hólmakoti og Hrafnkelsstöðum.

Þau voru ljónstygg, sérstaklega það kollótta og höfðu greinilega lent í einhverjum hasar í haust.

 Hvar það hefur gerst og hvaða leiðir þau hafa komið eftir að þau urðu viðskila við mæður sínar er óráðin gáta.

Ágætis efni í villifé.emoticon
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere