07.11.2009 23:58
Allt á haus í sveitinni.
Já, það er allt syngjandi vitlaust að gera í sveitinni sem aldrei fyrr.
Vegna einstaklega hlýs og góðs veðurfars eru Dalmynnisbændur ekki skriðnir í skammdegishýði sitt og farnir að taka lífinu með ró heldur puða sem mest þeir mega.
Söðulsholtsjarlinum tókst loks að ná upp restinni af hálminum í dag og verður rúllunum væntanlega komið í hús í fyrramáli. Síðan verður ráðist á tað og hálmhauga Dalsmynnis og þeir verða drifnar á akrana á morgun. Takist það, verður ekki úr því að þeir verði að hólum í landslaginu eins og sumir voru farnir að hafa áhyggjur af.
Að þessu farsællega loknu verða fjórskerarnir settir aftan í alvörutraktora búanna (Dalsmynnis og Söðulsholts) og þessir 50 - 60 hektarar sem óplægðir eru af ökrum og túnum sem endurvinna á, velt við með miklum látum.
Ekki hefur gefist tími til að rýja væntanlega gemlinga og veturgamalt sem ganga því úti enn.
Lömbin voru að vísu sett inn í dag til að kenna þeim átið. Að þvi loknu verður þeim allavega beitt á daginn þar til hægt verður að kippa af þeim reyfinu sem ætti að verða seinnipart næstu viku.
Svona leit þetta út um þetta leiti í fyrra og lömbin farin að hlýða hundunum ágætlega.
Tækifærið verðu notað til að gera þá hundvana í leiðinni en það er þýðingarmikill liður á leið þeirra til þroska.
Og burðarhrotunni í fjósinu er farsællega lokið en það verður alvöru kúablogg tekið í að loka því máli áður en lýkur.
Já, já, það er einn af kostum sveitalífsins að sjaldnast er einhver tími til að láta sér leiðast.
Vegna einstaklega hlýs og góðs veðurfars eru Dalmynnisbændur ekki skriðnir í skammdegishýði sitt og farnir að taka lífinu með ró heldur puða sem mest þeir mega.
Söðulsholtsjarlinum tókst loks að ná upp restinni af hálminum í dag og verður rúllunum væntanlega komið í hús í fyrramáli. Síðan verður ráðist á tað og hálmhauga Dalsmynnis og þeir verða drifnar á akrana á morgun. Takist það, verður ekki úr því að þeir verði að hólum í landslaginu eins og sumir voru farnir að hafa áhyggjur af.
Að þessu farsællega loknu verða fjórskerarnir settir aftan í alvörutraktora búanna (Dalsmynnis og Söðulsholts) og þessir 50 - 60 hektarar sem óplægðir eru af ökrum og túnum sem endurvinna á, velt við með miklum látum.
Ekki hefur gefist tími til að rýja væntanlega gemlinga og veturgamalt sem ganga því úti enn.
Lömbin voru að vísu sett inn í dag til að kenna þeim átið. Að þvi loknu verður þeim allavega beitt á daginn þar til hægt verður að kippa af þeim reyfinu sem ætti að verða seinnipart næstu viku.
Svona leit þetta út um þetta leiti í fyrra og lömbin farin að hlýða hundunum ágætlega.
Tækifærið verðu notað til að gera þá hundvana í leiðinni en það er þýðingarmikill liður á leið þeirra til þroska.
Og burðarhrotunni í fjósinu er farsællega lokið en það verður alvöru kúablogg tekið í að loka því máli áður en lýkur.
Já, já, það er einn af kostum sveitalífsins að sjaldnast er einhver tími til að láta sér leiðast.
Skrifað af svanur