06.10.2009 22:58
Byggþreskingu loksins lokið.
Loksins lauk byggþreskingunni þetta haustið í Dalsmynni.
Það var metuppskera í fyrra og nú var það met slegið. Haldi þetta svona áfram endar þetta trúlega með ágætis afkomu í byggræktinni.
Þegar Einar verður búinn að gefa mér upp uppskerumagnið mitt í kílóum munu birtast hér nánari afkomutölur í byggræktinni þetta árið.
Nú er aðeins eftir að þreskja nokkra ha. í sveitinni sem vonandi klárast á morgun því nú er rok í kortunum.
Þetta er fyrsta haustið í byggræktarsögu Eyjarhrepps sem nánast ekkert tjón verður í ræktuninni vegna veðurs eða annars á haustmánuðum.

Það var ótrúlegt hversu vel gekk að komast um akrana eftir votviðri haustsins en þarna þurfti Sampóinn samt smáaðstoð í fyrsta hring. Þessi akur var síðan saltaður og verður reynt að svamla um hann á morgun.

Svona var útsýnið hjá þreskjaranum á sínum eigin akri sem var að gefa góða uppskeru eftir að hafa verið með rýgresi sem skiptirækt s.l. sumar eftir 4 ár í byggi.

Og það er nákvæmlega svona sem fyrsta flokks bygg lítur út, áður en það rennur í gegnum þurrkarann og lendir síðan í Dalsmynniskúnum, grísunum á Brúarlandi eða í snilldarkanínunum hennar Ransý.
Það er þó ekki útilokað að einn og einn sekkur lendi hjá einhverjum rolluköllum eða kúabónda sem er svo heppinn að hitta á mig daginn sem ég fer réttu megin fram úr rúminu.

Já, það er góður dagur þegar síðasti byggvagninn er tæmdur í móttökuna.
Það var metuppskera í fyrra og nú var það met slegið. Haldi þetta svona áfram endar þetta trúlega með ágætis afkomu í byggræktinni.
Þegar Einar verður búinn að gefa mér upp uppskerumagnið mitt í kílóum munu birtast hér nánari afkomutölur í byggræktinni þetta árið.
Nú er aðeins eftir að þreskja nokkra ha. í sveitinni sem vonandi klárast á morgun því nú er rok í kortunum.
Þetta er fyrsta haustið í byggræktarsögu Eyjarhrepps sem nánast ekkert tjón verður í ræktuninni vegna veðurs eða annars á haustmánuðum.

Það var ótrúlegt hversu vel gekk að komast um akrana eftir votviðri haustsins en þarna þurfti Sampóinn samt smáaðstoð í fyrsta hring. Þessi akur var síðan saltaður og verður reynt að svamla um hann á morgun.

Svona var útsýnið hjá þreskjaranum á sínum eigin akri sem var að gefa góða uppskeru eftir að hafa verið með rýgresi sem skiptirækt s.l. sumar eftir 4 ár í byggi.

Og það er nákvæmlega svona sem fyrsta flokks bygg lítur út, áður en það rennur í gegnum þurrkarann og lendir síðan í Dalsmynniskúnum, grísunum á Brúarlandi eða í snilldarkanínunum hennar Ransý.
Það er þó ekki útilokað að einn og einn sekkur lendi hjá einhverjum rolluköllum eða kúabónda sem er svo heppinn að hitta á mig daginn sem ég fer réttu megin fram úr rúminu.

Já, það er góður dagur þegar síðasti byggvagninn er tæmdur í móttökuna.

Skrifað af svanur