29.09.2009 20:59

Gamalt og nýtt dót og ofurþung hrútlömb.


 Já, nú er árið 2007 löngu liðið og veislunni miklu lokið.

 Sumt af nýja fína dótinu hefur verið flutt aftur úr landi fyrir alveg fullt af  krónum  en lítið af gjaldeyri.
 
Og gamla dótið sem  ekki var þegar farið út er alveg hætt að safnast upp en gengur að kaupum og sölu og er allt í einu orðið vel nothæft.

 Nágranninn sem keypti gömlu þreskivélina í lok veislunnar við mikinn hlátur okkar félaganna er nú hinn kampakátasti og allur hlátur þagnaður.



 Reyndar vannst ekki tími til að ljúka því að koma lakkinu á hana fyrir vertíðina en að öðru leiti er hún eins og ný og svínvirkaði í þreskingunni.



 Ekki kannski alveg sú afkastamesta en eigandinn er mjög hamingjusamur og hlær bara ef minnst er á handvirku og fótstignu græjuna.



  Hér er verið að losa afurðina í hitt dótið sem er kannski ekki alveg í stíl.



 Og byggið er náttúrulega fyrsta flokks fullþroskað og hreint og fínt.

 Hann Óttar sandari sem átti þunga lambhrútinn í kvöldfréttum sjónvarpsins,  hefði alveg getað viðurkennt það, að þessi gríðarlegi vænleiki væri ekki síst að þakka bygginu sem ég seldi honum í vetur.

 Hann hefði þá fengið enn betri díl en vanalega, þegar hann hringir í mig fljótlega.emoticon

Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere