06.09.2009 22:04
Fjallskil í Eyja- og Miklaholtshreppi.
Nú styttist í göngur og réttir en því fylgir alltaf skemmtileg stemming hjá okkur í sveitinni.
Það er ekki fyrirhafnalaust og koma fénu á endastöð.
Svona líta fjallskilin út hjá okkur á Vesturbakkanum.
FJALLSKILASEÐILL
í Eyja- og Miklaholtshrepp 2009
Fyrri Langholtsrétt fer að þessu sinni fram mánudaginn 21. september og hefst kl. 16:00. en fjallskil eru ekki lögð á vegna fyrri leitar.
Niðurjöfnun fjallskila vegna síðari leitar laugardaginn 3. október,
útrétta og réttarviðgerðar fer hér á eftir:
Hjarðarfellsdalur Hjarðarfell 11 dagsverk leitarstjóri er:
og Seljafell Dalur/Vegamót 2 - Guðbjartur Gunnarsson
Austurfjall Minni - Borg 5 - Sigurbjörn Magnússon
Borg 1
Miðhraun II 3 -
Fáskrúðarbakki 2 -
Skógarnes 1 -
Hjarðarfell 1
Hofsstaðir 1
Lágafellsháls Hofsstaðir 10 - Eggert Kjartansson
Helgafellssveit Hofsstaðir 2 -
Arnarhólsrétt Hjarðarfell 3 -
fyrri Hofsstaðir 1 -
síðari Hjarðarfell 1 -
Ölkeldurétt fyrri Hofsstaðir 1 -
síðari Hofsstaðir 1 -
Viðhald á Langholtsrétt og girðingu fari fram fimmtudaginn 17. september.
Hofsstaðir 1 dagsverk
Hjarðarfell 1 -
Réttarstjóri í Langholtsréttum er Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarfelli.
Til fyrri Þverárréttar skulu Rauðamelsfjall og Svínafell leituð laugardaginn 19. september. Réttað verður sunnudaginn 20. september kl. 13:00.
Önnur leit fer fram laugardaginn 3.október og réttað að lokinni leit um kl: 16:00.
Niðurjöfnun dagsverka: 1. leit 2. leit leitarstjóri er:
Rauðamelsfjall Þverá 2 1
Dalsmynni 1
Kolviðarnes 1 1 Jón Oddsson
Haukatunga I 4 4
Kolbeinsstaðahreppur 1 2
Svínafell Haukatunga syðri II 6 5 Ásbjörn Pálsson
Haukatunga I 1
Kolbeinsstaðahreppur 1 2
Hafursfell Dalsmynni 5 5 Svanur Guðm.
að Núpá Söðulsholt 1 1
Rauðkollsstaðir 1 1
Mýrdalsrétt Haukatunga I ½ ½
Viðgerð á Þverárrétt
Dalsmynni 1
Þverá 1
Haukatunga syðri II 2
Gæslu lögréttar annast Halla Guðmundsdóttir, Dalsmynni
Réttarstjóri í Þverárrétt er Halldór Jónsson, Þverá
Ábúendur jarða skulu smala sín heimalönd og koma óskilafé í tæka tíð til réttar eða í safngirðingar.
Því er treyst að landeigendur leysi ofangreind verk vel og samviskusamlega af hendi og stuðli þannig að því að fé komist í hendur réttra eigenda.
Fjallskilanefnd 6/9 2009
Svanur Guðmundsson.
Halldór Jónsson.
Sigurbjörn Magnússon.
Já þá er alltaf sól.
Þó að það sé rigning.