28.08.2009 21:33
Vatnsbúskapurinn í kreppu.
Malbiksbúinn sem gengur að heitu og köldu vatni vísu í krananum sínum á trúlega erfitt með að ímynda sér baslið sumstaðar í sveitinni við að hafa þessa lífsnauðsyn örugglega við hendina.
Þar eru ýmist sameiginlegar vatnsveitur eða einkaveita á bæjunum. sumir bora eftir vatninu og dæla því síðan upp o. sv frv.
Þegar gerir svona langvarandi þurrkakafla lækkar jarðvatnshæðin og þá geta hin öruggustu vatnsból allt í einu farið að daprast.
Hérna er vatnið sótt í þrælskemmtilega uppsprettu um km. leið inn í fjall og eftir að hafa horft á vatnið vella uppúr jörðinni síðustu 50 og eitthvað árin taldi ég þetta öruggasta vatnsból á , ja ég veit ekki hverju.
Hérna vall vatnið uppúr skriðunni, kúturinn var settur ofan á lindina og allar götur síðan hefur verið stöðugt umframrennsli úr lindinni en mismikið.
Nú fer allt vatn í hæðartankinn sem stendur til boða úr lindinni sem mér fannst reyndar alveg rosalega hrein og fín en ég hef ekki kíkt þarna ofaní síðan þetta var tengt fyrir um 8 árum.
Hingað fer vatnið síðan í þennan millilið sem er til að minnka fallið/hæðina á lögninni sem er með 5 kg þrýsting inní hús. Vegna minna vatns úr lindinni góðu hefur þetta litla forðabúr verið að tæmast öðruhvoru síðustu dagana .þegar notkun er mikil.
Vegna þess að lindin er ekki að taka yfirborðsvatn úr sínu næsta umhverfi( neðst í brattri hlíð) má reikna með að taki verulegan tíma fyrir hana að jafna sig þó nú fari að rigna í alvöru.
Það eru svo að berast sögur víða að af mun verri dæmum heldur en þetta og heilu sveitarfélögin eru jafnvel í vondum málum og sum þeirra þurfa reyndar ekki langvarandi þurrka til.
En það er nú ekki hægt að kenna víkingunum okkar um þessa kreppuna.