25.08.2009 22:16
Sumarfríið. Annar hluti.
Það fór vel um okkur í tjaldstæðinu við Húnaver eftir að hafa flúið norður Kjöl úr rigningunni sunnanlands.
Veðrið var fínt en rigningarlegt í vestrinu. Það var ákveðið að dóla á Blönduós í sund og plana svo daginn í framhaldinu.
Því miður var ekkert sund í boði á Blönduósi fyrr en eftir 2-3 ár og var ákveðið að doka ekki við eftir því. Hinsvegar var stutt í rigninguna í vestri og því var stefna tekin austur. Á Skagaströnd var að vísu sundlaug í boði en opnunartíminn hentaði okkur ekki.
Þar var unglingavinnan greinilega á fullu og ungmenni á öllum götum að snurfusa.
Það leyndi sér ekki að þau voru ákaflega misáhugasöm við vinnuna og nokkur greinilega í þessu með sama hugarfari og Íslendingar taka þátt í Ólympíuleikunum.
Það var orðið nokkuð langt síðan Skaginn var keyrður og ákveðið að fara hann þrátt fyrir grunsemdir um að gæði vegarins yrðu trúlega svipuð og þá. Vegurinn reyndist vissulega vel varðveittur og byggðin með ströndinni virtist reyndar líka vera á svipuðu róli og í den og engir hvítabirnir sjáanlegir..

Nú var komið við á Kálfshamarsvíkinni en þar voru um 100 íbúar fyrir um einni öld. Þeir lifðu á sjósókn og kofarústirnar fylltu mann af einkennilegum tilfinningum um hörkuna í lífsbaráttunni fyrir rúmum mannsaldri. En stuðlabergið var hinsvegar alveg meiriháttar þarna.

Girðingarnar sumstaðar á Skaganu bentu til þess að nokkur reki væri til búdrýginda og vinnan við girðingarna ódýr.
Það var gott að koma í Skagafjörðinn eins og alltaf og sundlaugin í Varmahlíð klikkaði náttúrulega ekki.
Handverkskonan á Hjaltastöðum reyndist svo ekki vera heima en hún var þá bara heimsótt á handverkshátíðina á Hrafnagili. Ég kolféll alveg fyrir vestunum hennar svo nú verð ég að koma við
hjá henni í næstu norðurferð til máltöku.
Eftir að hafa yfirfarið handverkin af mikilli nákvæmni var dólað suður Eyjafjörðinn í leit að góðu plani og læk eða á til að stoppa við yfir nóttina.
Fiskidagurinn á Dalvík freistaði okkar ekki, enda er ég einfari að eðlisfari og þoli illa biðraðir og mannmergð.
Allt um það seinna. (kannski?)

Veðrið var fínt en rigningarlegt í vestrinu. Það var ákveðið að dóla á Blönduós í sund og plana svo daginn í framhaldinu.
Því miður var ekkert sund í boði á Blönduósi fyrr en eftir 2-3 ár og var ákveðið að doka ekki við eftir því. Hinsvegar var stutt í rigninguna í vestri og því var stefna tekin austur. Á Skagaströnd var að vísu sundlaug í boði en opnunartíminn hentaði okkur ekki.
Þar var unglingavinnan greinilega á fullu og ungmenni á öllum götum að snurfusa.
Það leyndi sér ekki að þau voru ákaflega misáhugasöm við vinnuna og nokkur greinilega í þessu með sama hugarfari og Íslendingar taka þátt í Ólympíuleikunum.
Það var orðið nokkuð langt síðan Skaginn var keyrður og ákveðið að fara hann þrátt fyrir grunsemdir um að gæði vegarins yrðu trúlega svipuð og þá. Vegurinn reyndist vissulega vel varðveittur og byggðin með ströndinni virtist reyndar líka vera á svipuðu róli og í den og engir hvítabirnir sjáanlegir..

Nú var komið við á Kálfshamarsvíkinni en þar voru um 100 íbúar fyrir um einni öld. Þeir lifðu á sjósókn og kofarústirnar fylltu mann af einkennilegum tilfinningum um hörkuna í lífsbaráttunni fyrir rúmum mannsaldri. En stuðlabergið var hinsvegar alveg meiriháttar þarna.

Girðingarnar sumstaðar á Skaganu bentu til þess að nokkur reki væri til búdrýginda og vinnan við girðingarna ódýr.
Það var gott að koma í Skagafjörðinn eins og alltaf og sundlaugin í Varmahlíð klikkaði náttúrulega ekki.
Handverkskonan á Hjaltastöðum reyndist svo ekki vera heima en hún var þá bara heimsótt á handverkshátíðina á Hrafnagili. Ég kolféll alveg fyrir vestunum hennar svo nú verð ég að koma við
hjá henni í næstu norðurferð til máltöku.
Eftir að hafa yfirfarið handverkin af mikilli nákvæmni var dólað suður Eyjafjörðinn í leit að góðu plani og læk eða á til að stoppa við yfir nóttina.
Fiskidagurinn á Dalvík freistaði okkar ekki, enda er ég einfari að eðlisfari og þoli illa biðraðir og mannmergð.
Allt um það seinna. (kannski?)

Skrifað af svanur