23.08.2009 22:54

Skógræktin í Hrossholti.

   Skógræktarfélag Heiðsynninga er með um 75 ha. skógræktarreit í landi Hrossholts.
 
 Þarna er elsta plöntunin orðin vel sýnileg og lúpínan búin að breiða úr sér á aðalmelnum í girðingunni.



 Austurbakkarollurnar voru að tína síðustu plönturnar uppúr víðisskjólbeltinu þegar hún Snilld birtist eins og skrattinn úr sauðaleggnum og tók smá æfingu fyrir komandi landskeppni.



 Þær eru verulegt vandamál fyrir skógræktar, akuryrkju og bara almenna bændur á vesturbakkanum.
 Vandamálin eru svo bara til að leysa þau og það verður gert áður en lýkur.


 Mér finnst nú melurinn bara ágætur lúpínulaus og göngufærið gerist ekki betra. Heimasætan er svo bara hin hressasta þrátt fyrir að vera svotil nýmætt af Dönskum dögum.


 Hér er Öspin komin vel af stað í flóanum og mun vaxa hratt næstu árin.



 Og andafjölskyldan á Haffjarðaránni sýndi okkur flugsund með miklum tilþrifum.



 Ungmennin sem gróðusettu talsvert í upphafi gerðu það af meira kappi en forsjá svo þetta er alltof þétt. Það þarf víða að grisja svo komist lag á þetta.



  Það fer vel um grenið undir holtunum.



 Í brokflóanum leyndist mikið af bláberjalyngi með hlussustórum berjum sem afastelpunni leist ákaflega vel á. Ömmunni reyndar líka.

 Skóræktin er fín meðan trén skyggja ekki á útsýnið.

En þá finnst mér nú alltaf réttast að saga þau umsvifalaust niður. emoticon 


 
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere