18.08.2009 22:49

Háin , Rýgresið og heyskaparmet.


   Þó áburðurinn sem fara átti á túnin eftir fyrri slátt sé enn í sekkjunum inni í vélageymslu, verður ekki undan því vikist að hreinsa hána af túnunum.


   Engin ruddasláttuvél er í dótasafninu og þegar bændurinr stóðu frammi fyrir því , að annar var að koma úr fríi og hinn að fara í frí varð eitthvað að gera í málunum. Til að kóróna þetta sást síðan fyrir endann á þessum endalausu þurrkum.


 Föstudagskvöldið og laugardagsmorguninn var því slegið af miklum móð og  háin síðan rúlluð á sunnudeginum. Það var ákveðið að splæsa í plast utanum hana þó hluti hennar væri 2 fl. og þörfin fyrir hana takmörkuð, enda metheyskaparár að baki. 96 rúllur bættust því við rúllustaflann.


  Seinni sláttur á 2.5. ha rýgresi er seinna tíma vandamál ásamt  túnum sem eru á mörkum þess að þurfi að skafa af þeim hána.
 Nú eru kýrnar í seinni umferðinni í rýgresinu sínu og eins og fyrri daginn er lystin takmörkuð því óbitið verður í 80 cm. radíus í kringum hverja kúadellu sem orðið hefur til í fyrri umferðinni.



  Burðurinn hér hefst ekki af krafti fyrr en mestu haustönnum er lokið, þreskingu og rollustússi.

  Bygguppskeran lítur vel út en það er hinsvegar spurning hvernig þurrkarnir hafa farið með lömbin og gróðurinn í fjallendinu sem gæti fallið fyrr.


Já, það er alveg að koma haust.emoticon  




 
Flettingar í dag: 504
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 705455
Samtals gestir: 60664
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 10:50:11
clockhere