27.07.2009 20:29

Sveitareiðin 2009.

  Sveitareiðin sem er orðin árlegur viðburður var farin á laugardaginn.

 Það var að sjálfsögðu rjómablíða eins og í fyrri reiðum en þetta er sú fjórða í röðinni.

Nú var Gullhringurinn okkar riðinn með smáútúrdúr og meiri og öðruvísi stoppum en hjá okkur orginal fjörulöllunum.


  Þó ógreinileg sé, sést hér lestin teygjast austur fjöruna eins og myndin nær.

 Það var á annað hundrað í hnakknum  og hér sést lestin koma vestur fjörurnar á leið í Suðurey.

Svona fjöldi er meira en heitu pottarnir ráða við í ferðalok svo það var boðið upp á fótabað í  Haffjarðarárósnum í staðinn.


 Hluti hópsins sést hér í logni og sól í sandgeilinni í Suðurey.

 Í Suðurey var langt stopp með rausnarlegum kaffiveitingum en þessar árlegu ferðir eru farnar í boði nokkurra Stórhöfðingja hverju sinni..

Allt um sveitareiðina á Heimasíðu Söðulsholts, hér.
Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere