05.07.2009 21:58
Fjörulallarnir, Gullhringurinn og Löngufjörur.
Þegar við fjörulallarnir í Eyjarhreppnum viljum dekra við okkur í reiðvegum förum við gullhringinn okkar.
Oftast höfum við hann í fullri lengd sem er um 18 km. Gullhringurinn liggur um Haffjarðareyjarnar eða eins og þær eru ofast nefndar í dag, Hausthúsaeyjarnar.
Stundum erum við spurðir að því hversu langan tíma taki að ríða hringinn.
Þá verðum við ákaflega trúverðugir á svipinn og segjum að ef það sé mjög skemmtilegt þá getum við orðið dálítið lengi.
Við erum oftast dálítið lengi.
Stundum stingum við bauk í vasann til að hafa eitthvað í höndunum í stóra stoppinu í Suðurey.
Ef það er svo alveg rosalega gaman getum við lent í því að farið sé að falla að á heimleiðinni. Það fellur hratt í álana og állinn sem var í miðjan legg á útleiðinni getur allt í einu verið orðinn hrokasund.
En við erum öllum hnútum kunnugir og höfum bæði upp á b og c leið að hlaupa ef allt er í voða.
Nei, nei, þetta er ekkert mjög leiðinlegt. Hafursfellið í baksýn.
Í tilefni fjórðungsmótsins var ákveðið að skella sér hringinn á föstudagskvöldið en þá var háfjara um kl. 23.
Þetta átti nú bara að vera lítill hópur en fyrr en varði var þetta orðið um 20 manns.
Þarna voru m.a Gugga og Gunni ásamt Brynju og Jonna en þau eru þungavigtarfólk úr sleppitúrunum.
Hér er Jonni að segja Auðun einhverja átakanlega sögu, og miðað við trúverðugleikann í svipnum er nokkuð ljóst að það er ekki satt orð í henni.
Það eru sterk tengsl milli Eyjarhreppsins sáluga og Skagafjarðar og trúlega væri fyrir löngu búið að koma á formlegum vinabæjartengslum ef Akrahreppurinn væri yfir allan Skagafjörðinn en ekki orð um það meira.
Með í hópnum voru sem sagt a.m.k. 6 Skagfirðingar sem voru auðvitað sérstakir heiðursgestir hjá okkur.
Fyrsta stoppið var í hátæknihesthúsinu á Rauðkollstöðum. Það var talið rétt að kanna ölbirgðir bóndans fyrst hann var ekki tilbúinn.
Þetta er aðalstoppistöðin í hringnum en í alskemmtilegustu ferðunum er oft fundin einhver átylla til að stoppa á ólíklegustu stöðum meira að segja í sandbleytum ef ekki finnst annað.
Fulltrúar Bitrunga í ferðinni. Þarna var ballstressið ekki byrjað hjá þeim enn, en farið að styttast í það.
Þarna voru líka allir skór til staðar en áður en helginni lauk var annar þeirra orðinn berfættur eftir óhagstæð skóviðskipti.
Og fjallasýnin var í góðu lagi með síminnkandi jökulinn sem endastöð í vestri.
Kátur frá Dalsmynni naut sín í botn á fjörunum. Þó að hann sé frá kolvitlausu Dalsmynni er svona týpa samt verðugt ræktunarmarkmið fyrir rétta Dalsmynnið.
S. Skörðugilsbændur voru nokkuð sáttir við kvöldið um það er lauk. Hér eru þau ferðbúin á Smáralind frá S. Skörðugili og Kát frá Dalsmynni.
Þetta var þrælskemmtilegt enda var farið að falla hraustlega að á lokaáfanganum í fjörunni. Við heimamennirnir gættu þess að halda ró okkar svo gestirnir héldu bara að þetta ætti að vera svona.
Næsta miðnæturreið verður svo víðsfjarri Löngufjörum því nú er stefnt á hringinn í kringum Kirkjufellið aðra hvora næstu helgi.
Það eru trúlega um 3 ár síðan Óli á Mýrum var ráðinn yfirgæd og Gústi Ívars. fyrsti aðstoðarmaður.
Þar sem þetta eru miklir gleðimenn verður trúlega auk bauksins í vasann tekin með 1/2 Hunts og Wiskílögg neðan í pela í þá ferð.
Ekki er ólíklegt að einhverjir Grundfirðingar sveifli sér svo með í hnakkinn, enda nauðsynlegt fyrir svo alvörugefinn þjóðflokk að ríða út með mönnum sem eru ekki alvarlegir nema rétt á meðan þeir ljúga einhverju.
Kannski eitthvað meira um það síðar.
( Fullt af myndum í albúmi)
Oftast höfum við hann í fullri lengd sem er um 18 km. Gullhringurinn liggur um Haffjarðareyjarnar eða eins og þær eru ofast nefndar í dag, Hausthúsaeyjarnar.
Stundum erum við spurðir að því hversu langan tíma taki að ríða hringinn.
Þá verðum við ákaflega trúverðugir á svipinn og segjum að ef það sé mjög skemmtilegt þá getum við orðið dálítið lengi.
Við erum oftast dálítið lengi.
Stundum stingum við bauk í vasann til að hafa eitthvað í höndunum í stóra stoppinu í Suðurey.
Ef það er svo alveg rosalega gaman getum við lent í því að farið sé að falla að á heimleiðinni. Það fellur hratt í álana og állinn sem var í miðjan legg á útleiðinni getur allt í einu verið orðinn hrokasund.
En við erum öllum hnútum kunnugir og höfum bæði upp á b og c leið að hlaupa ef allt er í voða.
Nei, nei, þetta er ekkert mjög leiðinlegt. Hafursfellið í baksýn.
Í tilefni fjórðungsmótsins var ákveðið að skella sér hringinn á föstudagskvöldið en þá var háfjara um kl. 23.
Þetta átti nú bara að vera lítill hópur en fyrr en varði var þetta orðið um 20 manns.
Þarna voru m.a Gugga og Gunni ásamt Brynju og Jonna en þau eru þungavigtarfólk úr sleppitúrunum.
Hér er Jonni að segja Auðun einhverja átakanlega sögu, og miðað við trúverðugleikann í svipnum er nokkuð ljóst að það er ekki satt orð í henni.
Það eru sterk tengsl milli Eyjarhreppsins sáluga og Skagafjarðar og trúlega væri fyrir löngu búið að koma á formlegum vinabæjartengslum ef Akrahreppurinn væri yfir allan Skagafjörðinn en ekki orð um það meira.
Með í hópnum voru sem sagt a.m.k. 6 Skagfirðingar sem voru auðvitað sérstakir heiðursgestir hjá okkur.
Fyrsta stoppið var í hátæknihesthúsinu á Rauðkollstöðum. Það var talið rétt að kanna ölbirgðir bóndans fyrst hann var ekki tilbúinn.
Þetta er aðalstoppistöðin í hringnum en í alskemmtilegustu ferðunum er oft fundin einhver átylla til að stoppa á ólíklegustu stöðum meira að segja í sandbleytum ef ekki finnst annað.
Fulltrúar Bitrunga í ferðinni. Þarna var ballstressið ekki byrjað hjá þeim enn, en farið að styttast í það.
Þarna voru líka allir skór til staðar en áður en helginni lauk var annar þeirra orðinn berfættur eftir óhagstæð skóviðskipti.
Og fjallasýnin var í góðu lagi með síminnkandi jökulinn sem endastöð í vestri.
Kátur frá Dalsmynni naut sín í botn á fjörunum. Þó að hann sé frá kolvitlausu Dalsmynni er svona týpa samt verðugt ræktunarmarkmið fyrir rétta Dalsmynnið.
S. Skörðugilsbændur voru nokkuð sáttir við kvöldið um það er lauk. Hér eru þau ferðbúin á Smáralind frá S. Skörðugili og Kát frá Dalsmynni.
Þetta var þrælskemmtilegt enda var farið að falla hraustlega að á lokaáfanganum í fjörunni. Við heimamennirnir gættu þess að halda ró okkar svo gestirnir héldu bara að þetta ætti að vera svona.
Næsta miðnæturreið verður svo víðsfjarri Löngufjörum því nú er stefnt á hringinn í kringum Kirkjufellið aðra hvora næstu helgi.
Það eru trúlega um 3 ár síðan Óli á Mýrum var ráðinn yfirgæd og Gústi Ívars. fyrsti aðstoðarmaður.
Þar sem þetta eru miklir gleðimenn verður trúlega auk bauksins í vasann tekin með 1/2 Hunts og Wiskílögg neðan í pela í þá ferð.
Ekki er ólíklegt að einhverjir Grundfirðingar sveifli sér svo með í hnakkinn, enda nauðsynlegt fyrir svo alvörugefinn þjóðflokk að ríða út með mönnum sem eru ekki alvarlegir nema rétt á meðan þeir ljúga einhverju.
Kannski eitthvað meira um það síðar.
( Fullt af myndum í albúmi)
Skrifað af svanur