28.06.2009 22:00

Veðurfræðingarnir og heyskapurinn.


 Já, loksins var tekið hraustlega á því um helgina í heyskapnum.

Eftir að í ljós kom að rigningin sem veðurstofan hafði verið harðákveðin í að kæmi á
fimmtudagskvöld myndi ekki mæta á þessu svæði hér ( 2 þurrkdagar tapaðir), var föstudagurinn tekinn í slátt.


 
 Þar sem þurrkurinn yrði greinilega stuttur og yngri bóndinn sífellt kröfuharðari um þurrara hey var einungis slegið með knosaravélinni. Reyndar er áhættan talsverð ef rigndi ofaní knosað heyið en lífið yrði dauflegt ef ekki eru teknar alvöru áhættur öðru hvoru.

 Það voru slegnir um tuttugu ha. og þessu var síðan rúllað í dag. Sá yngri hefði vafalaust viljað sjá það þurrara en hann bar harm sinn í hljóði.



  Sprettan var mjög fín en  þroskastigið hefði þolað nokkra daga í viðbót.

Hinsvegar bar talsvert á legum í vallarfoxinu sem staðfesti það að mykjan hefur nýst afar vel , síðan er hugsanlega   meiri köfnunarefnislosun í mýrartúnunum þetta árið en vanalega?
 
 Það eru samt fræði sem ég ætla ekki að hætta mér út í.

 Mér finnst alltaf jafnslæmt að geta ekki treyst betur á veðurfræðingana þegar þurrkurinn er tæpur í sunnan og vestanáttunum. Það segir manni lítið þegar þeir benda á vesturlandið og tala um skúri á stöku stað eða inn til landsins. Það er líka bíbölvað þegar er ákveðin rigningarspá á Snæfellsnesi og vestur í Dali en rigningin nær aldrei nema upp í Borgarnes eins og núna á fimmtudaginn.

Meteogrammet: Dalsmynni

I natt og i morgon, 28. juni 2009

 Hérna sjáið þið þjónustuna sem vinir okkar norðmenn veita og nú verður gaman að sjá hvort rigningin sem veðurvitarnar okkar á klakanum voru búnir að segja að yrði komin hér á hádegi 28. og er ókomin enn, verði á tíma norsaranna um miðja nótt.

   Nú er bara að bíða eftir næsta þurrk hvort sem hann verður í boði Íslendinga eða Norðmanna, en þá verður tekin önnur 20 ha. törn.

  Megi hann bara koma sem fyrst.emoticon

Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere