23.06.2009 07:37
Skuldauppgjörsleið frammarranna.
Ég var og er dálítið svagur fyrir framsóknarleiðinni í skuldauppgjörinu.
Þegar ég rakst svo á nánari útfærslu á þessarri snilldarhugmynd á netinu, lá málið ljóst fyrir.
Það kom forríkur Ameríkani í þorpið og bókaði svítuna á sveitahótelinu í viku. Hann borgaði 1000 pund í fyrirframgreiðslu.
Sveitavertinn varð mjög ánægður og borgaði húsgagnasmiðnum 1000 pund sem hann skuldaði honum.
Húsgagnasmiðurinn varð mjög ánægður og borgaði kaupmanninum 1000 pund sem hann skuldaði honum.
Kaupmaðurinn varð mjög ánægður og borgaði píparanum 1000 pund sem hann skuldaði honum.
Píparinn varð mjög feginn og borgaði þorpshórunni 1000 pund sem hann skuldaði henni (hún var búin að hóta að rukka eiginkonuna)
Þorpshóran varð mjög ánægð og borgaði hóteleigandum 1000 pund sem hún skuldaði honum fyrir herbergi til að stunda sína vinnu.
Svo kom Ameríkaninn niður í lobbíið og sagðist vera hættur við að vera í þorpinu og hóteleigandinn endurgreiddi honum 1000 pund.
Allir voru nú skuldlausir og ánægðir.
Svona gæti Ísland verið í dag, ef þau Jóhanna og Steingrímur hlustuðu á Sigmund Davíð.