19.06.2009 16:17
Grenjavinnsla og heyskapur.
Nú er grenjavinnslan á fullum sving.
Allt bendir til að þetta gæti orðið metár í veiddum dýrafjölda í sveitarfélaginu en eftir er að fara á nokkur greni sem trúlega er á. Kleifárvallagrenið vannst í nótt og Skógarnesgrenið í fyrrinótt. Félagi okkar sem er með vestasta hluta sveitarinnar sem byrjaði fyrr og er kominn með metuppskeru, enda að verða búinn með sinn hluta.
Klárir í slaginn. Þó dótið sé mikið og dýrt ,dugar það lítið ef óheppinn veiðmaður hittir heppinn ref, því ekki verður ófeigum í hel komið.
Þessi bústaður 7 dýra fjölskyldu lætur lítið yfir sér.
Það er eftir að fara á grenið í Hafursfellinu sem ég fann fyrir nokkrum árum. Það er mikil fjallganga að komast á það, en trúlega er ekki á því ár.
Það var svo aðeins byrjað að slá í gær en stutt í að stór hluti túnanna verði tilbúinn.
Ef ekki kemur góður þurrkur seinnipartinn í næstu viku verða svo margir órólegir.
En það er seinnitíma vandamál.
Nú er það veiðin og útiveran.
Allt bendir til að þetta gæti orðið metár í veiddum dýrafjölda í sveitarfélaginu en eftir er að fara á nokkur greni sem trúlega er á. Kleifárvallagrenið vannst í nótt og Skógarnesgrenið í fyrrinótt. Félagi okkar sem er með vestasta hluta sveitarinnar sem byrjaði fyrr og er kominn með metuppskeru, enda að verða búinn með sinn hluta.
Klárir í slaginn. Þó dótið sé mikið og dýrt ,dugar það lítið ef óheppinn veiðmaður hittir heppinn ref, því ekki verður ófeigum í hel komið.
Þessi bústaður 7 dýra fjölskyldu lætur lítið yfir sér.
Það er eftir að fara á grenið í Hafursfellinu sem ég fann fyrir nokkrum árum. Það er mikil fjallganga að komast á það, en trúlega er ekki á því ár.
Það var svo aðeins byrjað að slá í gær en stutt í að stór hluti túnanna verði tilbúinn.
Ef ekki kemur góður þurrkur seinnipartinn í næstu viku verða svo margir órólegir.
En það er seinnitíma vandamál.
Nú er það veiðin og útiveran.
Skrifað af svanur