05.06.2009 22:59
Dýrðardagar í sveitinni.
Það er á dögum eins og þeim er nú líða hver á fætur öðrum, sem allt andstreymi skammdegisins og vetrarins hverfa eins og dögg fyrir sólu. Maður er löngu hættur að hafa tölu á góðviðrisdögunum sem koma eins og af færibandi hver öðrum betri.
Og erfiðustu næturnar í sauðburðinum þegar maginn var orðinn svartur af kaffidrykkjunni, augun hætt að haldast opin og þrílembingarnir sem voru á leiðinni í heiminn höfðu ákveðið að koma allir í einu, eru steingleymdar.
Hér eru lambakóngsarnir á leið til fjalls og eru rétt að verða grilltækir. ( Segi nú bara svona.)
Það er alltaf jafn skemmtilegt að tína féð uppfyrir og horfa á eftir þeim léttstígum á leið í sumarfrelsið á fjöllunum, enda eru ærnar snöggar að hverfa inná dal og sjást ekki meira.

Vaskur og Snilld sjá um hlaupin og nú eru kindurnar mun þjálli en þegar þær voru á leiðinni niðurfyrir með unglömbin.

Hérna er fjórði hópurinn á leið til fjalls en þetta er tekið í smáskömmtum og þær sleppa fyrst sem eru að sækja inná akrana og friðuðu túnin.

Snilld sparar sig hvergi og þetta getur orðið dálítið erfitt í hitanum. Ég ætla nú reyndar að splæsa heilu bloggi á hana einhverntíma fljótlega.
Kuldakastið sem hefur verið árviss hluti af maímánuði eins lengi og elstu menn muna kom ekki þetta árið og megi svo vera framvegis.
Lokayfirferðin í girðingarviðhaldinu tekur næstu tvo daga og geldneyti og kýr fara að sleppa úr húsi á næstunni.
Já, það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín.
Og erfiðustu næturnar í sauðburðinum þegar maginn var orðinn svartur af kaffidrykkjunni, augun hætt að haldast opin og þrílembingarnir sem voru á leiðinni í heiminn höfðu ákveðið að koma allir í einu, eru steingleymdar.
Hér eru lambakóngsarnir á leið til fjalls og eru rétt að verða grilltækir. ( Segi nú bara svona.)
Það er alltaf jafn skemmtilegt að tína féð uppfyrir og horfa á eftir þeim léttstígum á leið í sumarfrelsið á fjöllunum, enda eru ærnar snöggar að hverfa inná dal og sjást ekki meira.
Vaskur og Snilld sjá um hlaupin og nú eru kindurnar mun þjálli en þegar þær voru á leiðinni niðurfyrir með unglömbin.
Hérna er fjórði hópurinn á leið til fjalls en þetta er tekið í smáskömmtum og þær sleppa fyrst sem eru að sækja inná akrana og friðuðu túnin.
Snilld sparar sig hvergi og þetta getur orðið dálítið erfitt í hitanum. Ég ætla nú reyndar að splæsa heilu bloggi á hana einhverntíma fljótlega.
Kuldakastið sem hefur verið árviss hluti af maímánuði eins lengi og elstu menn muna kom ekki þetta árið og megi svo vera framvegis.
Lokayfirferðin í girðingarviðhaldinu tekur næstu tvo daga og geldneyti og kýr fara að sleppa úr húsi á næstunni.
Já, það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín.

Skrifað af svanur