29.04.2009 16:04

Smiðirnir og vorverkin.


  Við getum gleymt honum. Hann á eftir að liggja þessa viku, síðan þarf hann nokkra daga að ná sér , svo verður  kominn sauðburður hjá honum sagði smiðurinn minn, þegar hann mætti í morgun. Ég hafði spurt eftir félaga hans sem lá í illvígri  flensu. Það er allt alvöru í Grundarfirði og flensan sem gengur þar, gefur ekkert eftir flensunni sem er örugglega á leiðinni til okkar frá útlandinu og er óðum að breytast í venjulega flensu.


Mann bæði svíður og klæjar  að standa í þessu núna.  Ég veit ekki hvorn þeirra ég hugsa verr til , smiðsins sem mætir og heldur mér frá vorverkunum eða hinum sem liggur og lætur samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum, frúna stjana við sig í stað þess að mæta hér eldhress og drífa þetta af. Það verður samt ekkert gefið eftir að klára þetta,  en klæðning og gluggar í fjósi munu bíða fram á sumarið..

  Vorverkin eru samt á fullu og kindurnar fengu seinni sprautuna sína um helgina.



 Gamli rekstrargangurinn sem átti nú bara að notast eitt haust, virkað vel í það og þó gangi afspyrnurólega að skipta honum út fyrir alvöru rekstrargang,  þá veit ég allavega hvernig sá á að vera sem er nú töluvert mikils virði.



 Dóttirin sleppti síðan tengdasyninum á hann Stíganda og hann kom náttúrulega uppeftir, til að sýna okkur smiðnum hvernig ætti að gera þetta. Fyrst svona og svo hinsegin.



 Það bendir margt til þess að umgengisréttur eigandans verði takmarkaður eins og mögulegt er.


 Já , trúlega eru ég og ferða og fjallaklárinn minn í vondum málum.emoticon 
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere