27.04.2009 18:56

Bilun og bílabreytingar!!

  
  Yngri bóndinn er dálítill dótafíkill í sér og sést ekki alltaf fyrir í þeim efnum.

 Eftir að hafa breytt Forennernum í Pickup taldi ég víst að nú hefði hann fengið sig fullsaddann af slíkum ævintýrum í bráð.

 Eftir að hann rakst svo á framhásingu úr Toyota jeppa í bílskúr hjá vini sínum á Austurbakkanum var ekki aftur snúið.( Varasamir austurbakkamennirnir).

  Pikkinn lagði undir sig verkstæðið eina ferðina enn og þar var hægt að ganga að bóndanum vísum í tíma og ótíma.


 Klafadraslinu og kögglinum fyrir framdrifið var hent undan og hásingin smíðuð undir í staðinn eftir að Kristján rennismiður hafði farið um hana mildum höndum.



 Það voru smíðuð sæti fyrir loftpúðana en hægt er að stjórna þrýstingnum á þeim frá mælaborði. Þannig að þá verður hægt að lyfta bílnum á alla kanta, þar sem það eru líka púðar að aftan. Reyndar þurfti  að færa þessa aðeins utar að ofan, eftir að þessi mynd var tekin, vegna plássleysis.



Svo voru smíðaðar stífufestingar en miðað var við að hásingin færi um 5cm framar, til að vera alveg laus við að dekkin narti í brettin þegar mikið er lagt á hann, því þurfti að lengja drifskaftið um 5cm líka.



  Já, og vökvastýrið svínvirkaði meira að segja, þegar það var komið á sinn stað.



  Og var það ekki hann Einar Sæm. sem sagði hin fleygu orð, " Enn á Blesa eru mér/ allir vegir færir" ?

 Já, þetta er náttúrulega bilun, en hann er ekki " fjarska " fallegur lengur heldur þvert á móti.emoticon

(Sjá myndaalbúm í myndaflokknum,  Atli myndir.)
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere