25.03.2009 21:42
Kýrnar klaufsnyrtar.
Þetta var venju fremur órólegur dagur í Dalsmynnisfjósinu þegar Guðmundur mætti eldhress með klaufskurðarbásinn. Sem betur fer virtust flestar kýrnar vera með gullfiskaminni og voru búnar að gleyma skelfingunum fyrir ári, þegar fyrsta alvöruklaufsnyrtingin fór fram frá upphafi landnámsbyggðar. Það var hin skelfilegasta lífsreynsla bæði fyrir bændur og kýr, þó einungis kýrnar gengju haltar og skakkar dögum saman eftir skelfingarnar.
Nú var þetta allt annað líf, verkið skotgekk og varla sást hölt kú í framhaldinu.

Þær voru bara nokkuð slakar meðan þær biðu eftir að röðin kæmi að þeim.

Nú er víst alveg að koma að okkur.

Ja, hver þremillinn er eiginlega í gangi.

Hvað er svo þessi vitleysingur þarna eiginlega að gera með þennan háværa slípirokk??

Sjáið þið bara hvað ég er orðin fín.
Þetta verður svo endurtekið að ári ef guð lofar og ekki rignir.
Skrifað af svanur