28.02.2009 09:12
Föstudagsstemming á Góunni.
Það er ekki alltaf vont veður í sveitinni.

Og hvað heitir þetta fjallabýli hér fyrir neðan? Sá sem veit það, veit kannski líka hvað hóllinn vinstra megin við bæinn heitir.

Hér fyrir neðan hafa hraun úr sitt hvorri eldstöðinni búið til árfarveg. Það er vísu dálítið síðan.
Vestur og austurbakkinn. Ekki að spyrja að því hvoru megin hraunið er myndarlegra. Kannski tek ég svo mynd í sumar til að sýna hvoru megin grasið er grænna.
Þetta svæði sem ég er staddur á með myndavélina er kallað Gjáin.
Þegar ég fór hér fyrst um ríðandi fyrir alveg óralöngu fannst mér þetta alveg yfirþyrmandi flottur staður. Það sem sló mig mest sést reyndar alls ekki á þessum myndum.
Það voru 4 álftir í ósnum og aðeins norðar voru fleiri tugir af öndum. Þær voru varar um sig og leyfðu engar myndatökur á fornaldarmyndavél eins og ég var með.
Ég komst í svo gott skap við að setja þessar myndir inn, að ég hætti við að blogga um pólitíkina eins og ég ætlaði mér.
Þið eruð því heppin í dag.