25.02.2009 23:39

Átján bræður,- og allir eins!


     Fyrir margt löngu,  á þeim tíma sem maður velti tilverunni fyrir sér og trúði öllu sem eldri kynslóðin hélt að manni, var m.a. mikið  spáð í öskudaginn og 18 bræðurnar.

  Reyndar voru a.m.k. 2 kenningar uppi,önnur var sú að næstu 18 dagar  við öskudaginn yrðu keimlíkir honum. Hin  að 18 svipaðir kæmu fram að páskum.

   Eftir margra ára þrotlausar vísindalegar tilraunir til að sanna aðra hvora kenninguna varð niðurstaðan sú að þetta stæðist ekki. Eftir á að hyggja hefði kannski verið rétt að taka með einhverja dagsetningu eftir páska til að auka líkurnar á að þessi ágæta þjóðtrú ætti við rök að styðjast. Í dag myndi ég leysa málið með þeim hætti.



  Það viðraði ekki til hundatamninga í dag , en hér sést Týri frá Daðastöðum í léttri hægri sveiflu s.l. sumar.  Blessuð sé minning hans.

  Þessar vísindalegu niðurstöður mínar urðu til þess að ég tók veðrið í dag ekkert nærri mér . Hér var skafrenningsþvælingur lungann úr deginum og hundleiðinlegt veður þó allt væri vel fært og skítsæmilegt ferðaveður. Það viðraði t.d. hvorki til útreiða eða hundatamninga og fjórhjólaferðin til fjalla sem átti að fara eftir að frysti en áður en gerði nýja skafla náðist ekki,  eftir afstaðna hláku.


 Þrátt fyrir hárnákvæmar niðurstöður vísindanna, hefði svosem alveg mátt vera svona veður í dag.

  Það var samt nóg að gera hjá bóndanum, sem sat ýmist með síma við eyrað eða stóð í þýðingarmiklum tölvusamskiptum í dag, því nú eru ýmsir hlutir í gangi, þrátt fyrir að öll hlutabréfaviðskipti og gjaldeyrisbrask liggi niðri í augnablikinu.

   Niður í hestamiðstöð var síðan stuttur fundur um kaffileytið því nú þarf að fara að huga að stóðhestavali fyrir sumarið.


 Það er t.d. ekki fullbókað undir þennan Parkersson hér, en ykkur að segja er þetta svipuð týpa og hálfbróðirinn sem tók Bautamótið um helgina.


  Og ég veit sveimér ekki hvorum ég vorkenndi meira í kastljósþættinum í gærkveldi,
Dabba eða Sigmari.emoticon

Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere