23.02.2009 20:42

Hálmurinn í kreppunni.


  Margir okkar sem eru í byggræktinni nennum ekki að hirða hálm nema til eigin nota. Menn hafa litið á hann sem verðlausa aukaafurð og þeir sem biðja mann um hálm eiga til að snúa upp á sig  og missa áhugann ef maður verðleggur hann fyrir vinnunni og plöstuninni.

  Nú eru breyttir tímar því undirburðurinn fyrir hrossin er orðinn óhóflega dýr svo ekki sé sterkar til orða tekið og góður vel þurr hálmur gæti orðið verðmæt afurð ef hann er búinn í neytendavænar pakkningar. Stóru rúllurnar henta ekki fyrir fjöldann og þeim fylgir nokkur sóðaskapur á vettvangi.

  Austur á Selfossi situr Finnbogi Jötunvélabóndi uppfullur af þrælgóðum hugmyndum sem tími er til að stúdera núna, þegar aðeins slær á vélabraskið.

  Ef hann  ræðir svo við réttu mennina og fer eitthvað eftir því sem þeir segja, getur stundum komið eitthvað af viti útúr þessu.

  Hann heldur því fram að séu menn með aðstöðu til að fullþurrka hálminn. rífa hann svo niður í hæfilegar pakkningar og plasta, endar byggið sem aukaafurðin.



  Hér sjást loftgötin í gólfinu á byggskemmunni okkar, þar sem bygginu er haldið köldu  með öflugum blæstri meðan það bíður þurrkunar. Heitt loft uppí hálmrúlluenda gerði hálminn okkar að lúxusvöru.

  Á ferð minni um Selfoss á föstudaginn tók ég söxunar og plöstunartilraunina út  hjá þeim Jötunvélarmönnum.



  Afrúllarinn blæs hálminum inn í baggavélina.



  Afurðin skraufaþurr kemur í stillanlegum baggastærðum.



  Þetta er  gæðavaran. Þegar við Eyhreppingarnir markaðsetjum svo hágæðahálminn verður hann væntanlega kögglaður. Nema hvað?


  Sem sagt alíslensk hágæðaframleiðsla.emoticon

Og frammarinn sem stoppaði seðlabankafumvarpið af, gerði mistök dagsins.emoticon
Flettingar í dag: 237
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808465
Samtals gestir: 65357
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:51:13
clockhere