30.01.2009 22:42

Stjórnin???


   Frammararnir mega passa sig á að eyða ekki of miklum tíma  í að reikna út á puttunum hvað á að gera, því allir vilja fá stjórn sem fyrst.

  Það er nógur tími til að karpa um málin þegar á að fara að leggja þau fram.

Nú þegar ráðherralistinn liggur (trúlega ) fyrir, verður spennandi að sjá hvernig unnið verður úr hlutunum og peningaskortinum mætt.  Og mér líst bara vel á að Steingrímur taki landbúnaðar og fjármálin. Hann var allavega eins og arfhreinn framsóknarmaður þegar hann var landbúnaðarráðherra hérna um árið.  
 
 Það er svo spurning hvað  er hægt að salta mikið af vandamálunum framyfir kosningar.

 Ég hef trú á því að rannsóknin á hruninu og hugsanlegum brotum þeim tengdum verði hraðað verulega og ef breytingin á seðlabankanum gengur, mun krónan eflaust styrkjast enn frekar og það er hlutur sem er æpandi eftirspurn eftir, ekki síst fyrir bændaskarfana sem þurfa að fara að snara út fyrir áburðinum hvað líður. Maður þorir ekki einu sinni að hugsa um verðið á byggfræinu. Og við þurfum að fara að sjá olíulækkunina erlendis fara að virka hér.

  Já það er rétt að lofa nýju stjórninn að spreyta sig áður en maður fer að commenta á hana, þó ýmisskonar efasemdir skjóti upp kollinum.
 En ég get þó lýst þeirri skoðun minni að það eigi aldrei að setja öfgafólk í valdastóla. Hvort sem um frjálshyggju eða afturhald er að ræða. Sama gildir um öfga í  virkjunargræðgi eða náttúruvernd.

  Ég hef þó ekki áhyggjur af því nú, því þeir flokkar sem slíkt gera  munu væntanlega axla ábyrgð á því áður en líkur.



Og morgundagurinn verður svo spennandi fyrir hundaræktunardeildina í Dalsmynni.



    Því þessi snilldarræktun sem hér horfir lotningafull á húsbónda sinn og þáverandi leiðtoga er nú senn að komast á tamningaraldur.  emoticon

 

 Gangið svo hægt um gleðinnar dyr um helgina.emoticon

Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808610
Samtals gestir: 65366
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:12:14
clockhere