25.01.2009 00:16
Svo lengi lærir sem !!!!
Námskeiðið hjá Magga Lár. í dag var mjög fínt.
Það var verið að meta og dæma ótamin trippi og spá í framtíðarhorfur þeirra.
Fyrst og fremst var skoðað veturgamalt og eldra sem þáttakendur höfðu með sér.

Taktur Hágangsson ( glófextur) frá Dalsmynni var ekki skoðaður enda gert ráð fyrir 1.v.og eldra.
Það var líka óþarfi þar sem ræktandinn og eigandinn( heimasætan) vita bæði, hvað þarna er á ferðinni.
Þó maður setti smá spurningamerki við ýmislegt, er Maggi alveg hafsjór af fróðleik og tryppið sem hann var með í taumi fyrsta klukkutímann sem hann var að kjafta við okkur. var orðið ótrúlega þjált.
Fyrir margt löngu var ég á nokkurra daga námskeiði norður á Hólum þar sem hann fræddi okkur um allt viðkomandi töltinu og þá trúði ég nú næstum öllu sem hann sagði okkur.
Honum fannst vanta næga breidd í tryppin, þ.e. einhver mjög erfið eða afbrigðileg í byggingu eða skapi til að sýna okkur muninn.
Funi minn var sóttur í rúlluna frá félögum sínum og lagður í dóm meistarans og hópsins.

Þrátt fyrir einbeittan brotavilja nokkurra í kviðdómnum varð það nú samt sameiginleg niðurstaða, að trúlega væri nú rétt að kosta allavega upp á hann grunntamningu þegar hann fengi aldur til.
Ætli maður verði þá ekki að láta sig hafa það.

Skrifað af svanur