22.12.2008 23:16
Jólablogg fyrir yngri kynslóðina.
Þetta blogg er fyrir krakkana bæði í sveit og þéttbýli, sem eru duglegir að kíkja hér inn og skoða dýramyndirnar hjá mér.
Hér eru Dáð , Snilld og Vaskur
Dáð og Snilld eru mjög miklar vinkonar og geta leikið sér endalaust saman.
Ég heiti Táta og er í heimsókn í Dalsmynni um jólin.
Ég ætla að senda Ingu Dís og Róbert jólakveðjur. Einar og Inga fá auðvitað líka kveðju og Katrín og Diemut fá svo extra góðar kveðjur .
Nú eru allir hrútarnir komnir í heimsókn til kindanna og ætla að eyða jólunum hjá þeim.
Hér er lambhrúturinn hann Vökull Raftsson sem fékk 84,5 stig í skoðun í haust. Hann fær að vera með 6 veturgömlum í þetta sinn.
Nú er kominn hellingur af kálfum í sveitinni sem finnst ágætt þegar krakkar koma að heilsa upp á þá.
Og mömmurnar eru svo dálítið forvitnar eins og mömmur eru stundum .
Hér er mynd af honum Funa þegar hann var lítill. Það er búið að panta rauða hálfsystir hans í vor.
Mamman sperrir eyrun þegar hún er minnt á þetta og það er góðs viti.
Hér er Assa með got ársins í Dalsmynni. reyndar sjást bara 4 hér fyrir ofan, en hér koma þeir allir.
Og með þeim fá allir lesendur heimasíðunnar bestu jóla og nýársóskir frá Dalsmynni, með þökkum fyrir áhorfið og kommentin á árinu sem er að líða.
Skrifað af svanur