18.12.2008 09:16

Lán í óláni.


  Ég hef oft upplifað það á lífsleiðinni hvernig tilviljanirnar virðast ráða ferðinni á ótrúlegasta hátt.
Röð tilviljana valda óhappi og önnur röð tilviljana forða kannski stórslysi.
 Á ferð um  Grundarfjörð á þriðjudaginn kom ég að, þar sem flutningabíll frá Frostfiski hafði lent útaf veginum og fram af um 10 m. háum snarbröttum sjávarbakki í mynni Hraunsfjarðar.


 Hann hittir nákvæmlega á að fara hér niður bakkann á skarði sem var í sjávarbakkanum.


 Ef hann hefði verið bílbreiddinni nær veginum hefði bíllinn lent á gaddfreðnu barðinu með ekilshúsið  og bíllinn fulllestaður. Bílbreiddinni utar hefði hann steypst fram af þverhníptum bakkanum trúlega með svipuðum afleiðingum.



  Hér er búið að fjarlægja flutningabílinn og verið að tæma tengivagninn sem var hlaðinn fiski.
Það fór betur en áhorfðist og bílstjórinn slapp ótrúlega vel , illa marinn en óbrotinn.

Já, ekki verður feigum forðað eða ófeigum í hel komið.emoticon
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere