14.12.2008 00:15

Sól og tungl.

 
 Ég er frekar slakur aðdáandi skammdegisins. Reyndar er ég að bíða eftir því allt haustið, að dag taki að lengja á ný og minn tími er þegar er bjart allan sólarhringinn.
 Nú er fullt tungl og skellibjart allan sólarhringinn þó það birti í raun og veru aldrei almennilega.

 Það væru kjöraðstæður til að liggja við æti fyrir lágfótu en þar sem hún er ekki farin að ganga í, eru litlar líkur á því að maður skjálfi mikið við það, þetta tunglið.
 Þegar leið að hádegi í dag var tunglið enn á lofti í norðurátt.



 Og í suðri var sólin að kíkja upp fyrir sjóndeildarhringinn svona rétt til að sýna sig og sjá aðra.



 Já nú styttist óðum í það að daginn taki að lengja.emoticon

Flettingar í dag: 474
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 705425
Samtals gestir: 60656
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 08:30:28
clockhere