08.12.2008 23:38

Hrossaræktin í sveitinni.

 Það voru folöld frá 10 bæjum í Eyja og Miklaholtshrepp á sýningunni sem er ykkur að segja alveg gríðarlega gott. Fólk er ekki að mæta til að hampa bikurum, heldur að sýna sitt og sjá hjá öðrum.

  Af þessum 75 folöldum á sýningunni var verulega hátt hlutfall af virkilega áhugaverðum gripum. Meira að segja ég sem hef ekkert vit á þessu sá það.


                     Taktur stóð undir nafni eins og sést á fótaburðinum hjá þeim félögunum.

 Taktur Hágangsson frá Dalsmynni ( sá glófexti) komst ekki í 5 fola úrslitin þrátt fyrir að svífa um gólf á brokki og tölti.Hinir voru einfaldlega betri. Til marks um hvað stór hluti folaldanna var  jafn, fékk hann  48 stig. Sá sem stóð efstur í folaflokknum var með 56 stig. Mér kæmi ekki á óvart að mjög stór hluti hópsins hefði verið með 45- 50 stig í einkunn.



  Hjörtur Hágangsson og Ábóti Álfsson frá Söðulsholti fundu sig ekki alveg enda Ábóti síðkastaður.
Nú er ræktunin í Söðulsholti komin á nokkurt skrið þó ung sé að árum enda verið keyptar inn nokkrar 1. vl. hryssur.
 


  Dís Tindsdóttir frá Hömluholti, sú ljósa fór á kostum en í Hömluholti er gamalgróin hrossarækt
stunduð af krafti.



 Fáskrúðarbakkabúið mætti þarna með 7 folöld og flest til sölu . Þar er gamall og góður ræktunarstofn sem leynir á sér og þeir seldu grimmt á sýningunni.
 Þarna fara þeir Hvinur og Ljómi mikinn en þeir eru undan Guðfinni Glymssyni frá  Skeljabrekku.
 






  Á Stakkhamri hafa verið ræktuð úrvals reiðhross eins lengi og elstu menn ( ég) muna og sú blesótta, Blika Sólonsdóttir á örugglega eftir að verða tekin til kostanna á fjörunum.



 Það er mikill  gangur í hrossaræktinni í Hrísdal og hér fara þeir Demantur Bjarmason ( skjóttur) og Eimur Aronsson hringinn sinn fyrir áhorfendur.


 Blesa  Flugarsdóttir frá Hjarðarfelli og Spóla Sólonsdóttir frá  Stakkhamri á góðri siglingu. Harpa á Hjarðarfelli passar upp á hafa litaúrvalið í lagi með hæfileikunum.



 Ólafur á Miðhrauni er líka að hasla sér völl í ræktuninni og hér fara þeir Hylur Álfsson og Straumur Gaumsson frá Miðhrauni.



 Á Miðhrauni 2 eru Sigurður og Bryndís að skella sér í ræktunina og sá mósótti Töfrandi frá Miðhrauni 2 er undan Lokk frá Fellskoti.



Á Minni Borg eru bæði hrossin og húsfreyjan af mikilli eðalræktun frá Hofstöðum í Hálsasveit.
 Hér fara þeir Mökkur frá Hofstöðum undan Korg f. Hofstöðum. (mós.) og Fagri Blakkur Frá M. Borg (f. Þrymur frá Þúfum) .

 Já, það voru margi glæsigripir sýndir þarna og ég sem er nú alltaf á útkikkinu eftir reiðhestsefni sem þarf að vera öflugri en allt sem öflugt er og allt hitt í góðu lagi hefði sett þennan fola efst á listann yfir þá sem ég hefði vilja hafa eftir.



   Hann heitir Bráður frá Miðgarði undan Sólon f. Skáney  og Brá f. Stafholtsveggjum  og lenti í þriðja sæti í folaflokknum.


Flottur.emoticon

Ef einhver rekur svo augun í einhverjar staðreyndarvillur hér fyrir ofan, fyrir alla muni látið mig vita.
Flettingar í dag: 237
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808465
Samtals gestir: 65357
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:51:13
clockhere