26.10.2008 21:34
Heimasíða/ skoðanakönnun.
Nú fer að líða á fyrsta ár þessarar heimasíðu en þó markmiðin með henni hafi kannski verið dálítið óljós var þó ákveðið að reyna ætti að halda henni með lífsmarki í a.m.k eitt ár.
Það sem hefur verið erfiðast í þessu úthaldi er netsambandið hér, en þau eru ófá bloggin sem hafa tapast út í tómið hálf eða fullgerð. Óþarft er að taka fram að þetta hafa undantekningarlaust verið langbeztu bloggin.
Tíminn sem í þetta hefur farið, hefur svo margfaldast vegna þessarra netskilyrða.
Að öðru leyti hef ég haft dálítið gaman af þessu uppátæki og hef trúlega fengið nokkra útrás fyrir ritþörfina en á einu tímabili ævinnar ætlaði ég mér nefnilega að verða rithöfundur.
Ég ákvað í upphafi að vera ekkert að brýna lesendur síðunnar á að koma með comment eða skrifa í gestabók einfaldlega vegna þess að ég veð fram og aftur um annarra manna heimasíður án þess að gera vart við mig.
Það er hinsvegar ekkert launungamál að comment og kvittun í gestabók getur virkað eins og olía á gangverkið og lífgað upp á síðuna.
Nú sem sagt fer að koma tími á að ákveða um framhald síðunnar og þessvegna henti ég til gamans inn skoðanakönnun, ef þið hefðuð einhverja skoðun á því sem sem hér er verið að gera.
Ef einhverjum finnst vanta spurningu um eh. í könnunina má commenta um það.
Hér gerði svo loksins alveg meiriháttar veður í dag.

Manni fannst þó að svona dagur ætti betur heima í áliðnum janúar en í okt.

Og vinir mínir á austurbakkanum eiga líka falleg fjöll. Þeir fengu svo líka sinn skerf af þessum fallega degi.
Ég átti hann nú samt betur skilið en þeir.

Skrifað af svanur