19.10.2008 20:41

Plægingin.


   Þegar þreskingunni lýkur hefst mikið kapphlaup við  að ljúka því að plægja akrana fyrir veturinn.
Það verður hinsvegar frekar rólegt kapphlaup þegar viðrar eins og í fyrrahaust , en þá rigndi dj. ráðlausan svo  akrarnir voru varla færir gæsunum. Þegar stytti upp, fraus óðara og akrarnir fóru flestallir óplægðir inn í veturinn.Það þýðir seinkunn á sáningu að vori og meiri hættu á magasári hjá ræktendum.  Síðustu dagana hefur hinsvegar gefið fyrir plægingu þó sumir akranna séu of blautir  enn. Nú er farið að frysta og allt bendir til þess að það muni stoppa allar plægingar fljótlega.

 Eg hélt því hvíldardaginn heilagan uppi í traktor með plóginn aftaní og það var nú ekki sem verst.


   Þessi snilldargræja er að sjálfsögðu Pöttinger  (servo 25). Tiltölulega létt týpa án vökvaskekkingar.
  

  Það eru til tveir fjórskera plógar á svæðinu sem eiga að ráða vel við þessa 110 ha. sem verið er að bylta. Annar er vel búinn með vökvaskekkingu o.sv frv. en hitt er vendiplógur sem er toppurinn á tilverunni ef ekki er of blautt, því hann er eðli málsins samkvæmt töluvert þyngri.

  Það er síðan listgrein útaf fyrir sig að plægja vel og gúrúarnir í faginu telja plæginguna ekki ásættanlega nema það sé útilokað að sjá á plægðum akrinum skil milli ferða.



      Þessi plæging er trúlega ekki nema uppá 4,5 en svo var allt stillt upp í hádeginu og restin tekin upp á 10.

  Við þurfum tæpa  tvo daga til að klára Dalsmynni og Söðulsholt en óvíst að frostið gefi kost á því.
Það á samt örugglega eftir að þiðna einhverntíma aftur. emoticon





Flettingar í dag: 3296
Gestir í dag: 128
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 651394
Samtals gestir: 58004
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:18:07
clockhere