04.10.2008 20:59

Kýrnar, bygg og rollur.


   Þessar annríkisskorpur eins og nú ganga yfir hér, eiga ekki vel við kúabúið. Annar bóndinn líður um byggakrana á þreskidótinu stærsta hluta sólarhringsins og hinn er eltandi sínar rollur og annarra  dag eftir dag með tilheyrandi rollustússi. Þó það sé lítið  mál að hafa rúllur á fóðurganginum og kjarnfóður í sjálffóðruninni og auðvelt að skipuleggja hlutina útfrá mjaltatímanum vantar tíma fyrir þetta smálega og er ekki á þá vöntun bætandi. Þetta gengur þó ótrúlega vel og þetta árvissa júgurbólguskot sem virðist bresta á, um það leiti sem kýrnar hætta alveg að fara út, varð ekki mjög kröftugt í þetta sinn. Hugsanlega tengist það nú frekar mörgum nýbærum og mörgum að fara á geldstöðu frekar en hýsingunni. Allavega er engin í meðferð í augnablikinu sem vonandi varir sem lengst.
  Það sér kannski fyrir endann á þreskingunni. Akrarnir í Dölunum sem yfirleitt eru teknir fyrstir sátu eftir í þetta sinn vegna tíðarfarsins og nú eru aðeins eftir um 5 ha. hjá mér, annar er dálítið lagstur og tekur snjóinn seint uppúr legunum. Hinn mætti vera þroskaðri en hann er gríðarlega sprottinn og hefur sennilega búið við of  mikla næringu, en þetta var tún á fyrsta ári í endurvinnslu.
 Það er spurning hvort hann verður tekinn á morgun og uppskerunni haldið sér,  sem lakara fóðri. Já, því nú eru gerðar strangari gæðakröfur í bygginu en áður.  Uppskeran var betri en oft áður hjá flestum ræktenda en gæsir og Álftir ullu verulegu tjóni hjá sumum. Þetta er fyrsta haustið sem veðurfarið hefur ekki valdið miklum usla þrátt fyrir gríðarlega úrkomu á lokasprettinum. Nýja íslenska yrkið, Lómurinn sannaði sig og verður notaður hér áfram( með öðru) þrátt fyrir að það gefi ekki hálm.

  Og fyrsta gæsaskyttugengið mætir hér kl. 1/2 6 í fyrramáli og þá verð ég að
 verða klár í gædið.emoticon 
Flettingar í dag: 2997
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 808130
Samtals gestir: 65326
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 21:04:02
clockhere