03.10.2008 19:33

Zúmmað á sveitina.

  Iðunni var laus myndavélin í fyrirstöðunni/smöluninni í gær og hér eru smá sýnishorn.




  Litið niður á ættaróðalið og tjörnin sem var nánast þurr í allt sumar býr nú við góðan vatnsbúskap.




           
  Það var verið að þreskja í Söðulsholti. Óþresktu akrarnir til hægri lágu fyrir nóttina svo Einar getur farið að safna nöglunum á ný og sefur eflaust betur. ( Ja svo það eru náttúrulega fj. efnahagsmálin.)  Kolviðarnesvatnið sem var endurheimt fyrir nokkrum árum í baksýn.



  Hér er Einar að koma með tóman byggvagninn neðan úr byggþurrkun. Þrír akrar frá mér í baksýn.
Fjær til hægri sést í þreskta akra í Hrossholti. Enn fjær glittir í Austurbakkann með Eldborgina sem stendur nú alltaf fyrir sínu í sjónarhringnum hjá mér.

  Og Hafursfellið var smalað allan hringinn í dag en það kostar heilt blogg að gera þessum kexrugluðu rollum  vina minna á austurbakkanum sómasamleg skil og bíður betri tíma.
Flettingar í dag: 2897
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 1248
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 1197195
Samtals gestir: 74522
Tölur uppfærðar: 6.12.2025 15:34:44
clockhere