29.09.2008 21:35

Tíðarfarið, byggið( og bankinn)!!


  Þó tíðarfarið sé óstöðugt er samt hægt að treysta því, hversu langur sem þurrkakaflinn er, að það mun rigna á ný. Sama lögmálið gildir um rigninguna og nú er stytt upp í bili a.m.k.
  Þreskivélin fékk að snúast í dag. Reyndar er allt forblautt og þó mýrarakrarnir hefðu virkað vel í þurrkunum í sumar eru þeir dálítið erfiðir yfirferðar í augnablikinu. Þurrustu akrarnir hafa forgang og það er þegar komin hrúga á kæligólfið sem tekur við þegar þurrkarinn hefur ekki undan.


                    Þessi mynd af olsokakri er síðan snemma í ágúst.
 Það af Olsokinu sem ekki var tekið snemma í sept. hefur tjónast töluvert en ef legurnar nást upp á hinum ökrunum lítur þetta enn vel út ef ekki hvessir illa eða snjóar, og uppstyttan helst.


                    Lómurinn er lágvaxinn ,sexraða en skilar engum hálmi.

  Við tókum sénsinn á að sá miklu af Lómnum og hann stendur enn mjög vel og er að skila drýgri uppskeru en virðist við fyrstu sýn.


    Og hjartanlegar hamingjuóskir til okkar allra,  að vera orðin bankaeigendur á nýjan leik.emoticon
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere