25.09.2008 19:54

Byggþurrkun í óþurrki!!

Ég er löngu hættur að grínast með stressið á félögum mínum yfir ótíðinni og nögum við nú neglurnar hver í kapp við annan. Allt orðið forblautt um, stöðug rigningartíð (ótíð) og 100 ha. í ökrum bíða þess að stóra rokið feyki bygginu út á hafsauga eða allavega niður á akurinn. Gríðarlegur fjöldi álfta og gæsa hafa síðan sagt okkur stríð á hendur og sækja hart að ökrunum. Kemur sér nú vel að eiga mikið dótaúrval og er engin skömm að vélasýningunum sem sjá má þar sem loftflotar þessir leggja til atlögu inná akrana.

  Þegar sá til sólar í morgun var þreskivélin óðara sett í flotgírinn og náðist í einn þurrkara áður en flóðgáttir himinsins opnuðust á ný

  Þar sem legurnar þorna seint og illa, var tekinn akur með Lómyrkinu sem stendur af sér haustveðráttuna með mikilli prýði.




  Það var komin ákveðin mýkt í annars glerharða eyrina eftir undangengnar stórrigningar og sterka tógin þreytti frumraunina þetta haustið.


 Og aðalkallarnir héldu síðan neyðarfund og var algjör samstaða um niðurstöðu fundarins .

 Sem sé að fara norður í Skagafjörð um helgina, taka rækilega á  því og hætta að naga
 neglurnar.emoticon

Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere