23.09.2008 21:15

Aron Sölvi Atlason



  Hlutirnir ganga hratt fyrir sig hjá þessu unga fólki nú til dags. Litli afakúturinn sem raunar átti ekki að fæðast fyrr en eftir svona tvær vikur var skírður í dag .
 
                                              Nýbakaðir ábyrgðarfullir foreldrar.

  Að því loknu var síðan brunað með hann í sveitina og með sama áframhaldi verður hann trúlega kominn í fjósið fljótlega.

  Og Jófríður, önnur aðalfrænkan tók létta æfingu fyrir barnapössun næstu ára.


 Hin aðalfrænkan hún Halla Sif, er þaulvön en fékk líka að prófa.

 Já , pilturinn hlaut nafnið Aron Sölvi og megi honum vel farnast.

 

Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere