16.09.2008 16:33

Lækirnir skoppa, hjala og .....


 Þó að við akuryrkjumennir séu dálítið framlágir þessa stundina liggur vel á lækjum og ám sem leika við hvern sinn fingur eða flúð, í stórrigningunni.  Og tjarnir og vötn sem hafa verið í sögulegu lágmarki  eftir sumarið, eru nú útúrfull eins og ???............


Núpáin sem er búin að seytla milli steina í sumar lítur út eins og alvöruá. Það yrði ekki rekið fé yfir hana í dag.

  Nú er bara að vona að akrarnir standi af sér úrhellið en hér í Eyjarhreppnum sáluga nær sunnan og suðaustan áttin sér ekki verulega á strik.
 Ég náði að keyra út taðið/hálminn úr flatgryfjunni áður en ósköpin byrjuðu svo nú er bara að skella inn hálmrúllu á morgun svo allt verði nógu fínt áður en rolluatið hefst.



  Atli er að smíða rollugrind á Pikkann því hann hefur mikilvægu hlutverki að gegna í ati haustsins.
 Reyndar skaust hann í bæinn í gærkveldi til að athuga hvort hjúkkurnar og móðirin meðhöndli nú soninn örugglega rétt. Þar reyndist allt vera í góðu lagi.

  Ég sleppti svo heita pottinum í kvöld.emoticon
Flettingar í dag: 1014
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 4717
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 841584
Samtals gestir: 66363
Tölur uppfærðar: 19.4.2025 03:13:40
clockhere