15.09.2008 14:59

Eldur og brennisteinn

  Ekki hafði ég fyrr sleppt orðinu eða síðasta bloggi út á netið, fyrr en fór að rigna alvörurigningu.
Síðan hefur hver alvörudemban rekið aðra og ljóst að nú þarf að huga að áfallahjálp fyrir þá byggræktendur sem minnst er á í síðasta bloggi.( Þessa með nöguðu neglurnar og baugana.)

  Nú er allt að smella saman fyrir smalanir. Rafmagn komið á skógræktargirðinguna og veggirðingu svo gott sem lokið. (Það er eins gott að austurbakkarollurnar sem eru vanar að spígspora áhyggjulausar gegnum" rafmagnsgirðingarnar" séu ekki með veilu fyrir hjartanu þegar þær kynnast þessari. )  En langtímaspárnar eru ekki smalavænar. Það er Hafursfellið sem verður smalað í vikunni en það skiptist í tvö leitarsvæði. Stefnan er sett á fimmtudaginn . Ef vel gengur er hugsanlegt að ná báðum svæðunum en trúlega verður föstudagurinn nýttur líka.



                                      Smalasettið mitt ,Vaskur og Assa.
                  Smalavestið og talstöðin verða nú skilin eftir heima í þetta sinn.emoticon 

 Síðustu tvö haust hefur þetta svæði verið smalað í foráttuveðri og nú heimta smalarnir almennilegt veður.

   Þessvegna standa nú yfir samningaviðræður við veðurguðina. emoticon
Flettingar í dag: 504
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 705455
Samtals gestir: 60664
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 10:50:11
clockhere