13.09.2008 20:54

Sumaraukinnn..


    Þó manni sýnist stöðugar rigningar í kortununum verður ekki mikið úr þeim þegar á hólminn er komið.
Það  af haustinu sem liðið er hefur verið góð viðbót við frábært sumar, og kýrnar sem ekki fara út  nema veðrið sé gott, viðra sig daglega. Reyndar var ákveðið að beita þeim á  rýgresið sem annars hefði verið slegið í þriðja sinn. 


 Þar sem þessi spilda er ný fyrir þeim, úða þær rýgresið í sig en þær voru orðnar virkilega fúlar út í  rýgresisshólfin  sem verið var að skiptibeita þeim á í sumar.



   Þó ekki sé kvartað undan veðrinu  er því ekki að leyna að við byggræktendur eru orðnir pínu strekktir yfir þurrkleysinu. Núna er hluti akranna orðinn tökuhæfur í þreskinguna og uppskeran virðist góð eða mjög góð. Þeir sem urðu fyrir mesta foktjóninu í fyrra eru því farnir að naga neglurnar og komnir með bauga undir augun.
 Og veðurfræðingarnir sýna enga miskunn og bæta gróflega í með rigningarspárnar.
Vonandi er ekkert að marka þá frekar en oft áður.

  Nú er sem sagt beðið um 10 daga þurrk. Rétt er að taka fram að það á ekki að vera þurrkur  með vindhraða uppá 25 m.  sek.
Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 705468
Samtals gestir: 60669
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 11:15:45
clockhere