08.09.2008 21:34

Hundatamningarnar og Týri hvolpapabbi.



 Ég er ekki frá því að með aldrinum verði sífellt hærra hlutfall ýmissa ákvarðana hjá mér skynsamlegri en áður fyrr.  Ein af þeim er vafalaust sú ákvörðun að loka á hundatamningalistann seinnipart vetrarins. Það er alltaf aðeins um það, að hringt er í mig víðsvegar af landinu og menn biðja mig að temja fyrir sig hund. Undantekningarlaust hef ég jánkað þessu, en tekið fram að viðkomandi skuli hringja í mig og árétta málið innan tiltekins tíma sem oftast er nokkrir mán. Lengi vel var það gulltryggt að ekki heyrðist meira frá viðkomandi. Á þessu hefur þó orðið nokkur misbrestur í seinni tíð svo til vandræða horfði og því gripið til lokunaraðgerða.

  Og nú er svo gott sem verið að hreinsa upp listann með engum öðrum en Týra (hvolpapabba) frá Daðastöðum.



                       Hér er skipunin" NÆR " að síast inná harða diskinn.

 Þessar myndir eru teknar á fjórða degi tamningar og við félagarnir aðeins farnir að átta okkur hvor á öðrum.

 

                               Hann þarf líka að læra að fara til hægri.



                                   Og náttúrulega til vinstri.

  Hamingjusömum hvolpaeigendum sem kíkja hér inn er bent á fleiri myndir í flokknum, ýmsar hundamyndir .(albúm, Týri frá Daðastöðum.)

  Og þegar ég horfi á þessar myndir hér, átta ég mig á því hvað það er nú auðvelt að temja hunda.

Flettingar í dag: 806
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 839
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 809873
Samtals gestir: 65410
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 06:12:50
clockhere