31.08.2008 20:59

Vestfirðir.

  
  Viltu hætta að góna svona í kringum þig og horfa á veginn, sagði mín heittelskaða hvössum róm . Hún sagði þetta  ekki einu sinni heldur oft.
  Helgin var tekin í salíbunu um ákveðna hluta Vestfjarðakjálkans og þó vegirnir væru alveg rosalega góðir miðað við fyrstu kynni okkar af Vestfjörðum eru þeir ekki alveg orðnir fullkomnir enn.

                                Brjánslækur, Seftjörn og höfnin séð yfir Vatnsfjörðinn.

  Það var rennt við á Brjánslæk til að heilsa uppá gamlan nemanda, Fiðlu frá Eyrarlandi.. Eftir kaffispjallið hjá Halldóru, þar sem tekið var á púlsinum á mannlífinu, fórum við Fiðla út á tún að rifja upp námið sem fór fram fyrir tæpum tveim árum. Er skemmst frá því að segja að heyrninni hjá henni hefur hrakað verulega og þyrfti hún að komast í heyrnarbótatíma hjá mér í nokkra daga.




  Tvílemban hennar Estherar á Fossi var ekki mjög gáfuleg þar sem hún stóð í aðfallinu og jarmaði aumkunarlega nokkra tugi metra frá landi.



                                        Gufudalur (nær) og fremri Gufudalur.

  Svo var rennt við í Fremri Gufudal. Þar var tekin mynd af henni Rúnu Asadóttur frá Dýrfinnustöðum og farið yfir mannlífið í  austursýslunni. Bændurnir á Brjánslæk og Fremri Gufudal  eiga eftir að eyða 45- 50 dögum í smalamennskur í haust.(Hvor).

                                               Miðhús .
Steinadalurinn
í baksýn. Það er á svona svæðum sem sauðfjárræktin endar á íslandi.

   Á Miðhúsum í Kollafirði er Kaðalsstaðarfjölskyldan að koma á laggirnar stóru fjárbúi.
 Það kæmi mér ekki á óvart að efnileg Border Collie got eigi svo eftir að líta þar dagsins ljós.


                                     Snartartunga í Bitrufirði.

    Í Snartartungu hefur ferðaþjónustan aldrei gengið betur en í sumar. Þrátt fyrir að við "sleppitúragengið" hefðum svikið það að mæta þar ríðandi.

  En það kemur aftur sumar á Íslandi ( ef guð lofar).

Flettingar í dag: 237
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808465
Samtals gestir: 65357
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:51:13
clockhere