22.08.2008 19:53
Landbúnaðar og hundasýning!

Nei, það verður ekki boðið upp á sex hunda sýningu núna.
Það er mikil hundahelgi framundan hjá mér, því til að lyfta upp stemmingunni á dótasvæðinu á Landbúnaðarsýningunni hafa þeir hjá Jötun Vélum fengið mig til að vera með extra prógramm við sýningarsvæðið þeirra.
Það verðu því brunað austur í bítið ,komið upp kindahólfi og sóttar rollur á nærliggjandi bæ. Það er þó dálítil óvissa í kortunum því kindurnar eru á hundlausum bæ og enginn tími til æfinga sem er þó alltaf forsenda fyrir öllum góðum sýningum með allt dýrakyns.
En er það ekki áhættan sem gefur sumum hlutum sérstakt gildi??

Skrifað af svanur