19.08.2008 23:16
Þriggja daga veisla.
Helgin byrjaði með mikilli grillveislu í Garðakoti og varðeld/brekkusöng á föstudagskvöldið.

Það var svo alveg magnað að sjá tunglið skríða fram undan Dyrhólaeynni í góða veðrinu að vestan.

Og varðeldurinn og brekkusöngurinn klikkuðu hvorugt í logninu.

Og klukkan 4 á Laugardeginum gengu þau Vigfús og Eva Dögg í það heilaga.

Eftir athöfnina og fyrir veisluna var Brúðarlundurinn vígður með pomp og prakt.

Og það væsti ekki um okkur í hlöðunni á Dyrhólum þó Símon væri orðinn þreyttur á að bíða eftir matnum.
Og daginn eftir hélt svo móðir brúðarinnar upp á sextugsafmælið, í hlöðunni.
Ég léttist ekki mikið þessa helgina, enda gæti verið harður vetur framundan og ljóst að meðlagsgreiðslurnar með rollunum aukast drjúgum, svo smá aukaforði á líkamsþyngdinni er besta mál.
Skrifað af svanur