13.08.2008 21:00

Heyskap lokið.


    Loksins fór síðasta hey sumarsins í plast í dag. Það urðu um 130 rúllur ( alvöru  rúllur 140 cm ) mest há en einnig rýgresi. Síðan var það hreinsunin af beitartúnunum sem er reyndar ekki alvörufóður og endar á borðum útigangsins.Það er að vísu fyrirvari með "síðasta" því rýgresið á eftir að ná einni sprettu enn og verður ákveðið á síðari stigum hvort það verður beitt eða slegið. Þær eru orðnar eitthvað á annað þúsundið rúllurnar í Dalsmynni og hestamiðstöðinni og þó þetta sé sitthvort dæmið þjást menn hvor með öðrum ef illa gengur, en eru hamingjusamir saman á góðu sumri eins og þessu.
 Þó litlu munaði að rigndi ofaní múgana í dag slapp það til, og eins og áður hefur komið fram, hefur svona sumar ekki komið, svo lengi sem elstu menn muna.
 Þeir sem búa við .þurrlendari tún eða voru seinir til með áburðargjöfina hafa farið illa útúr þurrkunum og spurning hvort mela/sandatún heiðgul af þurrkbruna muni ná sér aftur á strik.

 En nú er farið að rigna.

Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere