10.08.2008 00:29
Sú mórauða og skógræktarféð.
Við Vaskur vorum að dúlla við einhverjar austurbakkarollur í skógræktinni hjá einum sveitunganum þegar bráðatófuútkall barst. Það var yngri bóndinn, aðaltófuskyttan sem horfði vanmáttugur og byssulaus á eina mórauða á röltinu um níuleytið í morgun á holtunum við ......... Ég sem er vanur að setja allar slíkar upplýsingar á harða diskinn og láta það duga, brást hart við innkallaði Vask og keyrði á óupplýstum hraða heim ,þar sem skipt var á Vask og rifflinum. Þegar á hólminn var komið var aðalskyttan send heim eftir vopnum og sjónauka en undirritaður rölti af stað út á holt og mýrar að reyna að komast í nánari tengsl við lágfótu.
Þessi tangarsókn gekk upp áður en lauk en það er óvanalegt í þessum bransa.

Fyrir áhugamenn um skotvopn er þarna ,Sako 243 með þungu hlaupi. Sjónaukinn er
Zeiss 2.5- 10x 50 með upplýsanlegum krossi.
Þarna laut í gras mórauð læða, trúlega gelddýr og gamli maðurinnn sem er löngu hættur að labba langtímum saman á rebbaveiðum, þó það hafi stundum gefið vel, varð afmóður um leið og dýrið féll.
Austurbakkarollurnar sluppu þó ekki.

En þær sluppu þó lifandi í þetta sinn.

Skrifað af svanur